Páll Óskar tilkynnti frestun á 50 ára afmælistónleikum sínum fram á haust.

Eins og búast mátti við voru 75 ára afmælistónleikar Gunnars Þórðarsonar afar vel heppnaðir og eftirminnilegir. Páll Óskar Hjálmtýsson var meðal flytjenda tónlistarinnar, sem stóðu sig afar vel, og var hann leynigestur.

Ekki var að spyrja að magnaðri frammistöðu hans, en hann greindi frá því, að hann hefði ákveðið að fresta fyrirhuguðum 50 ára afmælistónleikum sínum vegna COVID-veirunnar fram á haust. 

Miðað við frammistöðu hans í kvöld má búast við því að þeir tónleikar verði meiriháttar. 


mbl.is Kórónuveiran leikur skemmtikrafta grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Páll Óskar er séntilmenni; tekur tillit til samferðafólks síns og kíkir ekki aðeins í pyngjuna eins og fólk sem fer í skítaferðalög í miðjum Svartadauða, jafnvel sumir án maka.

FORNLEIFUR, 8.3.2020 kl. 06:26

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, miða við þau litlu kynni af Páli Óskari þá á ég ekki von á öðru en hann muni standa sig í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, hann er gull af manni.

Vertu ávalt kært kvaddur.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.3.2020 kl. 12:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftirminnilegasti flutningur tónlistar við jarðarför, sem ég minnist, var þegar Páll Óskar söng við afar erfiðar aðstæður í Hallgrímskirkju lagið "My funny Valentine" við jarðarför Guðlaugs Bergmanns. Það hríslast enn gæsahúð um mig þegar ég minnist þessa snilldar flutnings þessa mikla listamanns. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2020 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband