Svipuð hughrif og Brenda Lee vakti 1960 og Bítlarnir vöktu með Strawberry fields.

Búlgarska Eurovisionlagið er afar sérstakt eyrnakonfekt og grípandi við fyrstu hlustun. Ekki furða þótt það byrji ferilinn vel, hvað sem síðar verður. 

Þegar hin kornunga Brenda Lee kom með hinn óvænta smell "Im sorry" í upphafi ferils sína 1960, þurfti hún að hafa fyrir því að fá að hafa það á B-hliðinni hinum megin á plötunni, sem var með laginu, sem átti verða aðallagið á A-hliðinni, "That´s all you gotta do"  og var fjörugt rokklag. 

Það var að vísu þrusu lag og náði 7. sætinum, en "I´m sorry" stakk algerlega í stúf við öll önnur lög, sem þá voru efst á vinsældarlistum, lagið rauk upp í fyrsta sæti og skákaði Presley og öðrum stórkanónum þess tíma.

Lagið og flutningur Brendu á því er hreinn klassi enn í dag. 

Í búlgarska laginu er það líka kornung söngkona sem syngur, en rétt eins og í laginu "Strawberry fields forever" hjá John Lennon og Bítlunum 1967, er það eins konar bjögun í sumum hljómunum í útsetningunni, sem fangar athyglina og gerir það að verkum, að mann langar strax að hlusta aftur á lagið. 


mbl.is Lagið sem spáð er ofar Daða og Gagnamagninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband