Rannsóknir og upplýsingar eru grundvöllur árangurs í heilbrigðismálum.

Kórónaveikifaraldurinn, sem nú skekur þjóðir heims, hefur varpað ljósi á það grundvallaratriði árangurs í heilbrigðismálum og lækningum, sem rannsóknir og upplýsingar, byggðar á þeim, eru í því að auka heilbrigði. lenga mannsævi og draga úr áhrifum sjúkdóma. 

Rétt eins og bifreiðaeigendur sinna skyldu um reglubundnar skoðanir á bílum sínum, er slíkt enn mikilvægara gagnvart heilsu þeirra. 

Síðan síðuhafi fékk réttindi til atvinnuflugs fyrir 53 árum, fylgir því skylda til að fara í tíðar reglubundnar og vandaðar heilbrigðisskoðanir. 

Síðustu áratugina hafa þetta verið tvær ítarlegar skoðanir á hverju ári, og enda þótt þetta sé eðlilega mun dýrara en hjá þorra fólks, hefur gildi þess sannað sig, þegar komið hafa í ljós atriði, sem annars hefðu leynst miklu lengur og haft mun verri afleiðingar. 

Þetta er að vissu leyti hliðstætt þeirri aðferð Bandaríkjamanna fyrstu vikur faraldursins, að rannsaka aðeins örfáa heima fyrir, og fyrir bragðið fá það augljósa út, að það væru miklu færri tilfelli sem fyndust þar í landi en til dæmis hjá okkur Íslendingum. 

Hinar augljósu afleiðingar urðu auðvitað þær, að því minna sem vitað var um útbreiðslu sjúkdómsins vegna skorts á aðgerðum og rannsóknum, því betur gat hann leynt á sér og skapað falskt öryggi. Kannski vegna þess að nafnið er það sama og á mexíkóskum drykk og sjúkdómurinn "made in China"?

Og nú munar ekki lítið um það að eiga mann eins og Kára Stefánsson, sem komst einu sinni á lista yfir 100 áhrifamestu lækna heims og hefur heldur betur tekið til hendinni, náð að skima jafn marga Íslendinga á dag og Bandaríkjamenn, þúsund sinnum stærri þjóð, skimuðu í upphafi. 


mbl.is Aðrar þjóðir líti til viðbragða Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Því ferðu með þetta fleipur og blaður.

Þú hlýtur að vita sjálfur að þau sýni sem tekin hafa verið
segja ekkert um það hversu margir eru sýktir hvorki hér
né í Bandaríkjunum.

Stórmerkilegt að geta ekki séð neinn hlut nema
undir pólitískum gleraugum.

Þarf að dreifa athyglinni frá einhverju?

Húsari. (IP-tala skráð) 14.3.2020 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband