Svæði með eldgosasögu.

Eftir að nútíma mælitækni hefur verið tekin í notkun í stórauknum mæli á hinum eldvirka hluta Íslands hefur komið í ljós, að í línu norður frá vestanverðum og norðvestanveðum Vatnajökli ef skjálftasvæði, sem teygir sig um Öskju norður fyrir Herðubreið, þar sem nú er skjálftahrina.  Herðubreið,Jökulsá á Fjöllum

Í skjálftahrinu, sem hófst sumarið 2007 við Upptyppinga færði hún sig rólega norður eftir Krepputungu og endaði skammt fyrir norðan Herðubreið. 

Svæðið norðan Herðubreiðar á sér þekkta eldgosasögu í kjölfar Öskjugossins mikla 1875, en þá gaus í Sveinagjá.  

Sjálf er Herðubreið, þjóðarfjallið, stórt eldfjall, sem gaus undir ísaldarjökli, og má lýsa með þessum línum úr ljóðinu "Kóróna landsins": 

 

Í ísaldarfrosti var fjallanna dís

fjötruð í jökulsins skalla

uns Herðubreið þrýsti sér upp gegnum ís, 

öskunni spjó og lét falla. 

Er frerinn var horfinn var frægð hennar vís; 

svo frábær er sköpunin snjalla. 

Dýrleg á sléttunni draumfögur rís

drottning íslenskra fjalla!  

 

Að sjá slíkan tind

sindra í lind! 

Og blómskrúðið bjart 

við brunahraun svart!

 

 


mbl.is Jarðskjálfti 3,2 að stærð norður af Herðubreið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband