Hinir eldri og viðkvæmari varðir og fráleitt að múra þjóðir inni til framtíðar.

Í heila viku hefur það verið meginstefið í upplýsingum sóttvarnarlæknis okkar að einbeita sér að því að verja þá sem eru með veikt mótstöðuafl, svo sem vegna veiklaðra öndunarfæra eða aldurs, og einnig verði séð til þess, að útbreiðsla COVID-19 dreifist nægilega á næstu vikur og mánuði, að toppurinn fari upp fyrir það sem heilbrigðiskerfið ræður við . 

Þeir, sem trúa á það að þjóðir eigi að reisi um sig múra til framtíðar og stöðva allar samgöngur yfir landamæri, sem geti verið smitleiðir, fara nú sumir mikinn á samfélagsmiðlum.

En augljóst er að svo hrikalegar aðgerðir muni valda gríðarlegum vandræðum, ekki bara með þeirri kollsteypu í því sambýli þjóða og heildarvelferð mannkyns, sem heimurinn er nú að verða, heldur lík vegna þess að fyrirfram er ekki hægt að spá því, hvernig hver farsótt smitast. 

Sem dæmi um það má nefna að Stóra-Bóla, sem drap þriðjung Íslendinga 1707-1709 barst með skipi frá Kaupmannahöfn til Íslands með fatnaði.  


mbl.is Skimun ÍE bendir til að 1% landsmanna beri veiruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eina vitið er að gamalmenni og sjúklingar loki sig af meðan þetta gengur yfir. Ástæðulaust að setja hálfa þjóðina í sóttkví enda er það alveg gagnslaust þegar smitið er komið mikið upp fyrir 5%. Það er 1% núna og raunar ekki að sjá að hlutfall alvarlega veikra sé neitt mikið hærra en í venjulegri flensu.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.3.2020 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband