Atburðir og áföll sem breyta heimssögunni.

Þegar litið er á atburðarásina í COVED-19 málinu sést að það var ekki spurning um hvort, heldur hvenær drepsóttarfaraldur af nýrri gerð yrði illviðráðanlegur vegna þess að rangt var brugðist við, og menn vanmátu vágestinn af því að þeir höfðu sloppið með "þetta hafði reddast" í hliðstæðum tilfellum fram að því. 

Þegar svona gerist er þó sú von fyrir hendi, að ekki verði á ný gerð sömu mistökin, og að drepsóttarfaraldur með þessar orsakir og mistök, verði fyrirbæri, sem hverfi úr sögunni. 

Heimssagan geymir fjölmargar hliðstæður fyrirbæra, sem einfaldlega hurfu af sjónarsviðinu af því að menn sáu í hverju mistökin höfðu falist. 

Sem dæmi má nefna stóru orrustuskipin, sem stórveldi heimsins héldu að væru öflugustu vopnin í sjóhernaði. Gríðarlegur eyðingarmáttur 15 þumlunga fallbyssna á skipum eins og HMS Hood,  voru talin atriði, sem gerðu þessi bákn ómissadi og ósigrandi ógnvalda í hernaði. 

Í Seinni heimssstyrjöldinni bundu nokkrar skelfilegar ófarir þessara skipa endi á tilvist þeirra. 

Með tilkomu öflugra flugvéla, sem gátu notað stór flugmóðurskip, gerbreyttist vígstaðan í sjóhernaði og risastóru vígdrekarnir hurfu einfaldlega líkt og risaeðlurnar höfðu gert í dýraríkinu fyrir milljónum ára. 

Stóru orrrustudrekarnir höfðu einfaldlega orðið hrikaleg tímaskekkja. 

Síðuhafa er enn í minni þegar fyrstu farþegaþoturnar, De Havilland Comet, komu til sögu snemma á sjötta áratugnum og sýndust ætla að gerbylta flugsamgöngum, tvöfalt hraðfleygari en gömlu vélarnar með bulluhreyflana. 

Síðan byrjuðu, öllum að óvörum, miklar ófarir í þotufluginu og Comet þoturnar hrundu niður. 

Á tímabili var hægt að líkja þessu við óviðráðanlegan drepsóttarfaraldur, sem herjaði á farartæki, sem væru komin fram úr sjálfum sér. 

Við tóku árin 1952-1958 þegar reynt var að endurbæta og stækka stærstu bulluhreyflavélarnar á borð við DC-7-C og Lockheed Constellation með þeim afleðingum að flug þeirra varð að vísu langdrægara, en greinilega á mörkum þess að ofbjóða getu hinna úreltu hreyfla. 

Í nokkur misseri stóð yfir yfirgripsmeta rannsókn í sögu flugsins á því, hvað í ósköpunum hefði getað grandað Comet-þotunum líkt og þegar flugur væru skotnar niður. 

Niðurstaðan kom á óvart, en reyndist timamótauppgötvun: Málmþreyta í umgjörð hinna ferköntuðu glugga á þotunum. 

Tilkoma nýrra og betri hreyfla og stærri og fullkomnari þotna gerði Comet úrelta, þótt hún væri endurlífguð, og þotubyltingin tafðist um sjö ár, en hún kom samt og sló gömlu bulluhreyfavélarnar algerlega út af borðinu. 

Og rannsóknaraðferðin við að leysa gátuna um Comet, reyndist undirstaða slíkra framfara í öryggismálum og flugslysarannsóknum, að nú koma ár með engu stóru slysi í hinni gríðarlegu flugumferð nútímans.  

Svipað hafði gerst tuttugu árum fyrr, þegar stóru lofskipin þóttu hámark fullkomunar í flugi, og Íslendigar stóðu, eins og aðrar þjóðir, agndofa og horfðu á þessi risaflykki á borð við Zeppelin fljúga yfir hausamótum sínum, strax árið 1930, áður en nokkrar farþegaflugvélar af nothæfri stærð gætu komist yfir úthöfin. 

Eitt stórslys, þegar loftskipið Hindenburg fórst 1937, batt snöggan enda á stutt yfirráð og dýrð lofskipanna.  Árið eftir flugu Þjóðverjar fjögurra hreyfla Focke-Wulf Fw 200 í einum áfanga fram og til baka í einum áfanga milli Brlínar og New York og gáfu þannig smjörþef af þeim millilandaflugsamgöngum, sem koma myndu innan tíu ára. 

Vonandi verður nú sá lærdómur dreginn af COVID-19, að orðið geti straumhvörf í læknisfræði og heilbrigðisvísundumm. 


mbl.is Flugleiðir til landsins gætu lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi verða helstu straumhvörfin í heilbrigðisvísindum heimsins þau að rannsaka nánar hvað veldur uppsprettu allra flensufaraldra og nú C-19 í Kína.  Ráðast að rótum vandans í stað þess að glíma við afleiðingarnar.

Kolbrún Hilmars, 22.3.2020 kl. 13:10

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ebóla og HIV áttu ekki upphaf í Kína. En talið er að Svarti dauði hafi komið þaðan á þrettándu öld og einnig hefur Ítalía áður komið við sögu í svipuðu tilfelli. 

Ómar Ragnarsson, 22.3.2020 kl. 17:16

3 Smámynd: Hörður Þormar

 Svartidauði geisaði í Konstantínópel árin 542-43. Um svipað leyti var stórgos í eldfjallinu Ilopango í El Salvator, bárust eiturgufur frá því út um mest alla jörð.

Fólk dó í þúsundatali í Konstantínópel o.fl. borgum ríkisins og enda þótt það stæði enn í 900 ár þá bar það vart sitt barr eftir eftir þessa atburði.

Nokkrum áratugum síðar urðu til ný trúarbrögð sem yfirtóku Austurlönd og hafa ríkt þar síðan.                 The Justinian Plague: First Pandemic? // Procopius (541-542) // Byzantine Primary Source               

Hörður Þormar, 22.3.2020 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband