COVID-19 í Frakklandi: Samsvarar 50 látnum hér.

Ítalía og Spánn eru oftast nefnd þegar greint er frá því hvar dánartíðnin er hæst af völdum COVID-19 veirunnar. En Frakkland er líka ofarlega á blaði.

Jafnmargir hafa látist af völdum COVED-19 i Frakklandi og í Bandaríkjunum, þar sem búa sjöfalt fleiri. 

Dánartíðnin, miðað við fólksfjölda, það sem af er, er 12 sinnum hærri í Frakklandi en hjá okkur, og er hún þó sú tala, sem er í hærra lagi að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis.

En vonandi versnar ástandið ekki hér, og ef þetta fer á þann veg, megum þakka fyrir það ef það nær ekki sömu hæðum og í sumum öðrum löndum.  


mbl.is Farið að bera á vöruskorti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Kæri Ómar.

 Er ekki kominn tími til að hætta að velta sér upp úr tölum, einum saman?

 Spyrjum að leikslokum og fyrir alla muni ekki velta öllu upp úr tölum, sem ekki er nokkur leið að bera saman, hvað þá komast að niðurstöðu út frá. Ertu ekki skemmtikraftur? Hentu bölsýninni og talnaruglinu út í hafsauga. Ferðastu innandyra.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.4.2020 kl. 23:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hvet þig til þess að snúa þér beint að þeim, sem eru í "talnaruglinu" og fara inn á coved vefinn, þar sem þríeykið og allt heilbrigðiskerfið er í "bölsýni og talnarugli". 

Ómar Ragnarsson, 5.4.2020 kl. 08:17

3 identicon

Það sem ég sakna í allri svona tölfræði (og ekki aðeins í sambandi við Covid-19) eru ýtarlegri upplýsingar um þá sjúklinga sem hafa sýkzt alvarlega af veirunni, bæði hér og erlendis (að sjálfsögðu ekki nöfn, heldur þjóðfélagshópur/uppruni, kyn, aldur, svo og hvaða undirliggjandi sjúkdómar hafi gert fólkið móttækilegt). Annars gefa tölurnar nær engar gagnlegar upplýsingar.

Stefán (IP-tala skráð) 5.4.2020 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband