Forn vá, drepsóttadraugurinn, lifnar við og tölurnar segja ekki alls staðar allt.

Frá örófu alda hafa drepsóttir, farstóttir og hvers kyns sjúkdómar leikið stórt hlutverk í kjörum jarðarbúa og heimsmálunum. Listinn er ógnar langur, holdsveiki, blóðeitrun, malaría, svartidauði, bólusótt, spænska veikin,  berklar, mænuveiki, mislingar, barnsfararsótt, eyðni, krabbamein, hjartasjúkdómar, sykursýki, svínaflensa og nokkrar tegundir af kórónuveiki, svínaflensa SARS og nú síðast Covid-19. 

Á Ísandi drap svartidauði helming þjóðarinnar og bólusóttin drap þriðjung. 

Svo er læknavísindunum fyrir að þakka, að í upphafi þessarar aldar voru þjóðir heims farnar að halda, að það sæi fyrir endann á farsóttum, sem urðu að drepsóttum. 

En sjá má í margs konar umfjöllun fjölmiðla erlendis, að svínaflensan og SARS hafa líklega drepið mun fleiri en uppgefnar tölur segja til um, og meira að segja núna séu dánartölurnar í þeim löndum lægri en ella, vegna þess að svo seint og illa var farið að taka sýni og afla upplýsinga um raunverulega útbreiðslu veikinnar, að fleiri hafi dáið en gefið var upp. 

Menn hafi vanmetið sóttvarnir nútímans og getu nýrra veira, komist upp með það að vera heppnir, orðið værukærir, en súpi nú seyðið af því. 

Það liggur beint við að álykta sem svo, að gamall vágestur, draugur farsótta og drepsótta sem grasserað hefur í árþúsundir, hafi líkt og lifnað við, og að þjóðlíf jarðarbúa verði ekki hið sama og fyrr; kannski aldrei það sama.   


mbl.is Versta kreppa síðan í seinni heimsstyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Mislingar gengu á 19 öld og ég held að fimmtungur  þjóðarinnar hafi dáið. Svo er hér  fólk sem neitar að láta bólusetja börn sín við mislingum og sendir þau þannig í leikskólana  með öðrum börnum. Mér finnst að bólusetningar séu ekki val heldur skylda hvers borgara gagnvart samfélaginu.

Halldór Jónsson, 7.4.2020 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband