Enginn er óhultur og allir verða að leggja sig fram.

Þótt dánartíðnin af völdum COVED-19 veirunnar sé miklu hærri meðal gamals fólks en ungs, og að flestir, sem veikjast verði ekki mjög veikir, sést af ótal sjúkrasögum af sjúklingum víða um heim, að hvorki ungur aldur né fullkomin líkamshreysti er nein allsherjar trygging fyrir því að sleppa sæmilega eða lifandi frá veikindunum. 

Einkum eru sum tilfellin sláandi, svi sem það, að sem ungur og líkamlega hraustur maður virtist vera að sleppa sæmilega frá veikindunum, en elnaði svo skyndilega sóttin og dó.  

Ofangreint er áminning um það hve mikið gildi er fólgið í samhug og samtakamætti allrar þjóðarinnar. 


mbl.is Dauðsföllin minna á hvað veiran getur verið skæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við höfum þjappað okkur saman hingað til og ég sem íslendingur er mjög stoltur af því að fylgja leiðbeiningum þremenningana

en það eru alltaf undanvillingar sem ekki hugsa um heildina og þar fara nú fremst í flokki Frosti nokkur og Ólína miljónamæringur - skrif þeirra valda mér ógleði

Grímur (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 17:55

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Mér er ógleði af að lesa annan eins þvætting, eða að nefan nöfn þó svo að þau séu dulnefni eins og "Frosti nokkur og Ólína miljónamæringur". Hverjir eiga þessir þremenningar að vera ... vitleysingar eins og hér í Svíþjóð, sem voru með skoðanir um þekkingu annarra, en höfðu sjálf ekki þekkingu á elmennum bókmentum nútímans. Eigum við að trúa að þessir vitleysingar hafa lesið betur fræðin, en almennar bókmenntir?

Harla varla ...

Grímur, ef skrif þeirra veldur þér ógleði áttu að láta vera að lesa þau ... lestu bara það sem þér er í hag ... svo sem harry potter og annað ímyndað rugl.

Örn Einar Hansen, 6.4.2020 kl. 18:32

3 identicon

Tegnell í Svíþjóð hefur talað fyrir annarri aðferðfræði og enginn veit enn hvað er best fyrir hverja þjóð

en í Svíþjóð hafa menn líka haft kjark til að gefa út leiðbeingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk hvernig skuli velja þá sem fá þjónustu

því þjónusta heilbrigðiskerfisins er orðið takmörkuð auðlind og það þarf að velja einstaklinga sem mesta möguleika eiga á að lifa - kallt en skynsamt

Grímur (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 19:51

4 identicon

Sæll Ómar.

Það er fagnaðarefni að í ljós er leitt
það sem margan hefur grunað en þótt
heldur klént að láta liggja að þó fyrir hendi
sýndust dæmin því rökin að öðru leyti vantaði.

Trúi ekki öðru en að Grímur reiði fram þær leiðbeiningar 
til heilbrigðisstarfsfólks sem þegar eru fyrir hendi um
"...hvernig skuli velja þá sem fá þjónustu".

Þetta hljóta að vera leiðbeiningar sem þegar hafa tekið
gildi hér á landi þó svo virðist að enginn hafi orðið
til að greina frá þeim.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.4.2020 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband