"Að vinna óbeygður bug á hrelli." Sjóslysin eru lýsandi dæmi.

Jón Bjarnason rifjar upp í bloggi sínu páskahretið mikla 1963, sem er síðuhafa í fersku minni, nú, þegar rétt 57 ár eru liðin. 

Það brast á fyrirværarlaust þriðjudaginn í dymbilviku þegar hitinn féll um allt að 20 stig á örfáum klukkustundum í ógurlegu óveðri. 

Þetta var óveður, sem kostaði 18 mannslíf og gerði 22 börn föðurlaus. Slíkar ógnir hafa oft barið að dyrum fyrr í sögu þjóðarinnar og voru í huga í upphafi ljóðs og lags, "Gegn háska um páska", svohljóðandi:   

 

"...Andæfum háska um páska!

Andæfum háska um páska! 

 

Þegar að hættu að höndum ber

í hatrammri sótt og elli

æðrulaus samt við ætlum hér

ógnina´að leggja´að velli.

 

Paskahretin hafa fyrr

herjað og barið þungt á dyr, 

en menn þó stóðu óbeygðir

andspænis miklum felli

en unnu svo bug á hrelli..." 

 

Fyrir 57 árum var litið á mannfórnir í sjósókn sem eins konar náttúrulögmál, sem væri óhagganlegt. 

Þjóðin hafði allt frá landnámi orðið að sætta sig við þær, og til dæmis á Vestfjörðum ólust stúlkur upp við þann veruleika að vera undir það búnar að missa feður, frændur og vini í sjóslysum. 

Tengdafaðir síðuhafa, faðir átta barna, fórst í sjóslysi. Tveir skyldir sjómenn einnig. 

1963 hefði engan órað fyrir því að hér kæmu ár, þar sem enginn færist í sjóslysi

Um það má segja, að menn stóðu óbeygðir andspænis miklum felli en unnu svo bug á hrelli. 

Nú má sjá í fréttum hvernig Kóreumm standa óbeygðir og staðráðnir í að veita andóf, þótt það kunni að taka langan tíma að ná árangri. 

Sjá má rætt um það hér að "fjöldatúrismi sé úr sögunni", og auðvitað mun það geta orðið seinlegt og erfitt verk að finna lausnir, sem duga gegn þeirri fornu hættu á farsóttum, sem nú "hefur barið þungt að dyrum" í eins konar risa páskahreti. 

En það verður að hafa í huga, að alger uppgjöf er vísasta leiðin til þess að vágesturinn vinni 100 prósent sigur. 

Rétt eins og það tókst eftir áratuga baráttu að útrýma mannfrekum sjófórnum hér á landi er það verðugt viðfangsefni sem blasir við, og ekki út í hött að nota sögnina að sigla sem líkingu: 

 

"...Hátíð, sem boðar von og trú

halda við skulum, ég og þú; 

í samhug og sigurvissu nú

skynsemi´og hugdirfð hlýða; 

sigla til betri tíða: 

upprisu gleði´og gáska 

sem gefst eftir háska´um páska!"  

 


mbl.is Þurfa að hafa á sér staðsetningartæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband