Geir Hallsteinsson í himinhæð inn úr horninu?

Einhver flottasta íþróttaljósmynd, sem birst hefur í íslensku blaði, var tekin af því þegar Geir Hallsteinsson er í himinhæð í löngu og háu stökki inn úr vinstra horninu í landsleik, að því er mig minnir í við Frakka eða í öðrum landsleik á þeim tíma, eða í kringum 1972. 

Úr því að Morgunblaðið er að leita að gömlum ljósmyndum af íþróttaviðburðuj, má gauka þeirri tillögu að leitarmönnum, að finna þessa rosalegu flottu mynd. 

Það sem gerði þessa ljósmynd svo magnaða, var að á því augnabliki, sem smellt er af, er Geir í hæstu stöðu í fluginu inn fyrir teiginn og með fæturna dregna upp eins og um lendingarhjól á flugvél sé að ræða, svona eins konar Michael Jordan stöðu. 

 

P. S. kl. 00:30.   

Hér fyrir neðan er mynd, sem Jón Steinar Ragnarsson gróf upp af Geir að skora í landsleik, en þar er hann því miður alls ekki í flugi í himinhæð inn úr þröngu horninu, heldur í algengri skotstöðu beint fyrir framan markið, hugsanlega eftir hraðaupphlaupm án þess að lyfta sér svo neinu nemi frá gólfinu. Kannski birtist myndin, sem ég er lýsa eftir, í öðru blaði en Mogganum. En með því að geyma þessa mynd um sinn, munu menn heldur betur sjá mikinn mun á þessari mynd og eftirlætismynd minni, því að ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð aðra mynd en hina umbeðnu af nokkrum handboltamanni í þessari stöðu á þvílíku flugi, búinn að lyfta sér vel á annan metra frá gólfinu. 

Geir Hallsteinsson skorar í landsleik 


mbl.is Gamla ljósmyndin: Síðasta mót Bogdans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Það er eins og mig rámar í þessa mynd ... vildi gefa mikið fyrir að sjá hana.

Örn Einar Hansen, 11.4.2020 kl. 19:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tók mig fimm sekúndur að finna hana a Google.

http://v2.nepal.is/Opna_Gallery_Mynd.asp?Sid_Id=20964&MpId=3706&page=2&Par_Id=113933

Hún er kannski ekki eins stórfengleg og hún er í minningu þinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2020 kl. 20:26

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk fyrir, Jón Steinar, en því miður er þetta alls ekki myndin, sem ég var að lýsa eftir. Á þessari mynd, sem þú fannst, er Geir ekki að stökkva neitt upp, sem orð er á gerandi og er þar að auki alls ekki að stökkva inn úr horninu. 

Kannski birtist myndin, sem mig hefur lengi langað til að sjá aftur, í öðru blaði en Mogganum. 

Ómar Ragnarsson, 12.4.2020 kl. 00:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Geir skoraði aragrúa af mörkum úr sinni stöðu sem sóknarmaður fyrir utan, en hann var ekki hornamaður, þótt það kæmi örsjaldan fyrir að hann færi þar inn og yrði þá að nýta sér stökkkraft sinn til þess að svífa sem hæst og lengst. 

Ómar Ragnarsson, 12.4.2020 kl. 00:25

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þessi mynd er ekki það sem ég hafði í huga ... flott mynd engu að síður.

Örn Einar Hansen, 12.4.2020 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband