Berskjölduð fyrir utanaðkomandi aðstæðum.

Umræðan, sem nú fer fram í öllum ríkjum vegna heimsfaralds kórónuveirunnar, snýst um það hvenær og hve mikið eigi að aflétta þeim margvíslegu hömlum, sem settar hafa verið og snerta öll svið þjóðlífsins. 

Orðið heimsfaraldur á vel við, því að á okkar litla landi langt frá öðrum þjóðum kemur harkalega í ljós hve gersamlega við erum berskjölduð gagnvart fyrirbærum, sem við höfum enga stjórn á. 

Að mörgu leyti eru þessi atriði að litlu sem engu leyti á okkar valdi. Ber þá fyrst að nefna ferðaþjónustuna, sem er algerlega háð flugsamgöngum á löngum millilandaflugleiðum. 

Þótt við tækjum upp á því að aflétta öllum takmörkunum á ferðafrelsi og flugi, gildir flugbann milli landa áfram á þann hátt, að okkur eru í raun allar bjargir bannaðar.

Meira að segja sjálf Bandaríkin, öflugasta stórveldi heims, sem settu fyrst á þess háttar flugbann, að aðeins útlendingum væri heimilt að koma til Bandaríkjanna, en Bandaríkjamönnum sjálfum áfram, ásamt Írum og Bretum, helstu viðskiptalöndum forsetans, heimilt að fljúga yfir hafið, kom í ljós, að þetta einhliða fyrirkomulag héldi alls ekki, heldur myndi að sjálfsögðu kalla á viðbrögð þjóðanna, sem átti að útiloka. 

Þær gripu til sams konar ráða, og við Íslendingar verðum að hlíta þessum fordæmalausu aðstæðum í millilandaflugi. 

Í flestum löndum í kringum okkur er útgöngubann, sem heftir straum ferðafólks. 

Við erum líka háð verði á olíu og áli í efnahagslífi okkar, auk verðhruns á fiskmörkuðum erlendis. 

Þegar að því kemur, að þessi utanaðkomandi atriði breytast til hins betra skiptir hins vegar miklu að við náum batnandi samkeppnisaðstöðu. Þá mun staðan í baráttu okkar við vágestinn skipta afar miklu. 


mbl.is Á hverju eigum við þá að lifa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stóri óvissuþátturinn er sá hversu langt er í að stjórnvöld á Vesturlöndum átti sig á að þau neyðast til að aflétta hindrunum, jafnt innan lands sem milli landa, og að verði það ekki gert tapast mörgum sinnum fleiri mannslíf en vegna sjúkdómsins sjálfs. Því fyrr sem þetta gerist, því meiri líkur eru á að vestrænt velferðarkerfi eins og við þekkjum það lifi af.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2020 kl. 10:18

2 identicon

Verði öllum hindrunum aflétt núna þá köstum við velferðarkerfinu fyrir róða.

SH (IP-tala skráð) 20.4.2020 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband