24.4.2020 | 21:47
Sólarmyndir til uppörvunar fyrir Sólir. Gleðilegt sólarsumar!
Það er margföld ástæða til þess að birta tvær myndir af sólarlagi kvöldsins.
Ekki aðeins til uppörvunar og hvatningar fyrir alla þá, sem nú hafa lent í svörtu éli kórónaveirunnar, heldur líka vegna fegurðar sólarinnar og sólarlagsins.
Það kom á táknrænum tíma, vegna þess að á þessum öðrum sumardegi og fyrsta virka sumardegi ársins 2020, var einstaklega fallegt sólarlag í kvöld, og einnig vegna nafnsins á jógastöðinni góðu, sem nú berst gegn illviðri veirunnar.
Á neðri myndinni sést, hvernig sólarlagið lýsti upp blokkirnar við Sóleyjarríma í Grafarvogshverfi í kvöld, en núna eru það ekki síst heimili landsmanna, sem þurfa á geislum og birtu að halda.
Gleðilegt sólarsumar!
Jógastöðin Sólir berst fyrir lífi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.