5.5.2020 | 22:14
Risavaxinn "drápsgeitungur" á ferðinni í dag? Vonandi ekki.
Mjög óvenjulegt fyrirbæri á þessum tíma árs flaug afar nálægt mér í dag, þar sem ég var á ferð á léttbifhjóli mínu (oftast kölluð vespur hér á landi) í Borgartúninu á um 20 km hraða: Risastór geitungur!
Hann flaug vinstra megin fram úr mér á ská frá vinstri og yfir til hægri rétt við nefið á mér, en með lokaðan hjálm á höfði var engin hætta á að hann lenti framan í andlitinu á mér.
En það munaði ekki miklu. Aðeins í seilingarfjarlægð.
Í tengdri frétt á mbl.is er sagt frá risageitungum, sem geti komist á milli landa í skipum eða öðrum farartækjum, og eigi það til að drepa fólk.
Séu þess vegna kallaðir "drápsgeitungar."
Í fréttinni er sagt að þessir geitungar komist frá heimkynnum sínum í Asíu til Ameríku og Evrópu í gámaflutningaskipum og eigi það til að valda miklum usla í býflugnabúum og gera þau að heimkynnum sínum.
Og þeir éti einnig smærri geitunga með góðri lyst.
Að öðru leyti hafa hinir fyrstu góðu maídagar á Hondunni verið yndislegir með hressandi útiveru í frískandi vorblænum og sólinni.
Og njóta fjölhæfni svona farartækis og góðrar plássnýtingu. Stutt að fara til að setjast á bekk sleikja sólskinið.
Geitungarnir heita vespur á erlendu máli, og kannski hefur þessi vespa verið svona hrifin af minni vespu?
Vonandi er þessi óvænta stóra furðufluga, sem birtist á svona eftirminnilegan hátt í dag, íslenskur geitungur, sem hefur lifnað svona rækilega við í sólskini þessara fyrstu maídaga.
Og skondin sú tilviljun að sjá frétt um drápsgeitunga á mbl.is þegar heim var komið.
Mönnum og býflugum stafar ógn af drápsgeitungum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geitungar heita Hornets á ensku en Vespur nefnast Wasp.
Jóhannes (IP-tala skráð) 7.5.2020 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.