Max málið endar því miður líklegast, eins og fyrirsjáanlegt mátti teljast.

Hér á síðunni var fyrir nokkrum dögum dregin upp dökk mynd af þeirri stöðu, sem Boeing flugvélaverksmiðjurnar eru komnar í vegna Beoing 737 Max vandræðanna, og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.  Í þessari dökku mynd fólust tveir slæmir möguleikar, sem myndu hafa slæmar afleiðingar fyrir Icelandair og önnur flugfélög, sem glæptust á að kaupa Boeing 737 Max:  

1. Aðeins tvennt getur bjargað þessu burðarfyrirtæki í bandarískum iðnaði:

Að sætta sig við það að það verði að breyta 737 svo mikið til að hægt sé að nota nýjustu og sparneytnustu hreyflana án flókins sjálfstýringarkerfis (MCAS).

Þetta þýddi, að þar með þyrfti nýja tegundarviðurkenningu FAA og nýja flugherma og þjálfun með miklum kostnaði, sem kaupendur Airbus 320 Neo hafa losnað við, og halda áfram að losna við. 

2. Að taka upp langtímamiðaða stefnu með ríkisaðstoð til þess að hanna og framleiða alveg nýja mjóþotu í stað inna illseljanlegu eða jafnvel óseljanlegu 737 Max. Inni í þessu gæti falist 

Eina huggunin, ef huggun skyldi kalla, er sú, að sumir keppinautar Icelandair, lenda í því sama. 

Einu sinni var sagt að það sem kæmi sér vel fyrir General Motors væri gott fyrir Bandaríkin. 

Boeing verksmiðjurnar eru í jafnvel enn meiri lykilaðstöðu í Bandaríkjunum en GM var nokkru sinni, ekki bara efnahagslega heldur líka sem tákn lands og þjóðar. 

GM var bjargað frá gjaldþroti eftir efnahagskreppuna 2008, og í stað þess að taka upp svo háa verndartolla gagnvart erlendum flugvélaframleiðendum, að Boeing fái einokunaraðstöðu út á það, er aðstoð vegna gjaldþrots skömminni skárri. Bombardier_CRJ700_vs_CRJ900

Raunar er Trump þegar byrjaður á hafta- tolla- og refsipólitík sinni gagnvart kanadískum framleiðendum nýrrar gerðar af smærri mjóþotum, af gerðunum Bombardier CJR 500 - 1000, sem taka á bilinu 50 til 104 farþega og hafa slegið í gegn.

Grunnhugmyndin að þessu góða gengi er hlægilega einföld. Að hafa tvö sæti vinstra megin við ganginn í stað þriggja. Við það má mjókka skrokkinn, en samt bjóða upp á meira sætis- og farangursrými fyrir hvern farþega og þar með meiri þægindi en í algengustu þotunum. 

 

Ofsafengin viðbrögð Trumps, meira en 200 prósenta verndartollur, sýna einstaklega þrönga sýn hans á því að "mikilleiki" þjóðar hans geti fengist á ný með því að standa í vegi fyrir framförum, ef þær koma ekki fram í Bandaríkjunum. 

Raunar eru Kanadamenn íbúar Norður-Ameríku rétt eins og Bandaríkjamenn, en í munni og huga Trumps eru þeir greinilega ekki verðir þess að teljast Ameríkanar úr því að þeim er refsað fyrir það að standa í vegi fyrir loforðinu "to make America great again."

Hann hefur í raun bannað bandarískum flugfélögum að færa sér í nyt framfarir í smíði ákveðinnar stærðar amerískrar farþegaþotna með stefnu, sem mætti orða þannig, að það, sem er slæmt fyrir flugið, getur verið gott fyrir Bandaríkin. 

Í ljósi þess myndi það varla koma á óvart þótt Trump kæmi með ofurtollum í veg fyrir það að bandarísk flugfélög keyptu Airbus 320 Neo. 

Það yrði alveg rökrétt hjá honum, miðað við það að hafa í raun bannað ákveðna tegund amerískra þotna, bara vegna þess að þær eru framleiddar í röngu ríki í Norður-Ameríku.  


mbl.is Boeing ekki í aðstöðu til að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hinn nýi Sósial kapítalismi Trumps. Og ég óttast að kapítalistar hér á Íslandi og þar með talin náhirðinn öll eins og hún leggur sig, éti þennan ósóma upp eftir honum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 13:10

2 identicon

Þetta er hinn nýi Sósial kapítalismi Trumps. Og ég óttast að kapítalistar hér á Íslandi og þar með talin náhirðinn öll eins og hún leggur sig, éti þennan ósóma upp eftir honum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.5.2020 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband