"Sumarið fyrir bí..."? Flækjustigið er stórt.

"Í Vetrargarðinn þeir lögðu arðinn

er sumarið var fyrir bí...", sungu Stuðmenn á sínum tíma. Vetargarðurinn var lítið samkomuhús í útjaðri skemmtigarðsins Tívolí í Vatnsmýrinni, og arðurinn af Tívolí um sumarið nýttist í rekstri Vetrargarðsins á veturna til dansleikja þar. 

Ferðasumarið er stutt á norðurslóðum, og framundan er illviðráðanlegt flækjustig á flugsamgöngum um heiminn vegna mismunandi aðstæðna í löndum heims varðandi kórónuveikifaraldurinn. 

Erfitt er að skilgreina útjaðra heimsálfa eins og Norðurlöndin sem sérsvæði og hugsanlega opnun á flugi um þau á þeim grundvelli, og á það einkum við um Ísland, þar sem eina stóra millilandaflugfélag landsmenna byggir sitt flug að langmestu leyti á því að nota Keflavíkurflugvöll sem tengipunkt fjölda flugleiða yfir Norður-Atlantshaf. 

Þar að auki sker Svíþjóð sig enn svo mikið úr hvað varðar dánartíðni, að það gæti haft slæm áhrif á heildina og minnkað líkurnar á að Svíar geti verið með, að minnsta kosti eins og ástandið er nú.  

Sá möguleiki að sumarið sé fyrir bí hvað varðar erlenda ferðamenn á Íslandi gæti orðið að veruleikanum, sem þjóðin á eftir að glíma við allan næsta vetur vegna þess að það skorti "vetrargarð" til að leggja arðinn af sumrinu í. 


mbl.is Aflýsa öllum ferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband