26.5.2020 | 01:34
Samsvarar 135 látnum af völdum COVID-19 hér.
4000 plús látnir i Svíþjóð samsvarar því að 135 væru látnir hér í staðinn fyrir þá 10 sem við höfum misst á álíka löngum tíma.
Þessi áframhaldandi ótíðindi frá náinni frændþjóð okkar snertir okkur kannski meira en ef fjarlægari og óskyldari þjóð ætti í hlut, ekki síst þegar þess er gætt hvað læknisfræðileg og velferðarleg tengsl eru mikil á milli okkar og þeirra og hvað við höfum litið mikið upp til Svía sem fyrirmyndarþjóðar á flesta lund.
Hvernig má það verða að munurinn sé svona mikill?
Heyrst hefur sagt, að Svíar muni vinna þennan mun upp síðar ef eða þegar önnur bylgja komi.
En meðan dregur áfram í sundur með þjóðunum, Svíum í óhag, þyrfti alveg sérstaklega alvarlegt bakslag að koma hjá okkur til þess að vinna upp svona gríðarlega margfaldan mun.
Yfir 4 þúsund látnir í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með svona kjánatölfræði má halda fram að munurinn sé meir því á íslandi hefur dauðsföllum fækkað um 27 í mars og apríl frá 2019.
Víðir og Alma björguðu því nærri 40 manslífum með snarræði sínu.
Guðmundur Jónsson, 26.5.2020 kl. 11:04
"Kjánatölfræðin" er ekki kjánalegri en svo, að heildar dángartalan frá upphafi faraldurs til dagsins í dag er lang skásti mælikvarðinn.
Það var hins vegar kjánatölfræði þegar Trump fullyrti vikum saman og oft daglega að veikin væri hvorki til né myndi snerta Bandaríkin, af því að ekki hefðu greinst smit.
En ástæða þess var einfaldlega sú, að á þeim tíma tóku Bandaríkjamenn hundrað sinnum færri sýni en þjóðir eins og Suður-Kórea og Ísland.
Og ferðabannið, sem átti að tryggja þetta, flugbann við Kína, náði ekki yfir bandaríska ríkisborgara, sem flugu með veiruna frá Kína til Bandaríkjanna, alls 40 þúsund manns!.
Ómar Ragnarsson, 26.5.2020 kl. 13:25
Og svo að það sé á hreinu: Þetta voru 40 þúsund manns, EFTIR að flugbannið var sett á annarra þjóða fólk.
Og í upphafi flugbannsins við Evrópu, var það bann sett á á sama hátt, náði ekki yfir bandaríska ríkisborgara og fyrstu dagana ekki yfir helstu viðskiptalönd fyrirtækja Trumps sjálfs á Bretlandseyjum.
Ómar Ragnarsson, 26.5.2020 kl. 13:30
Fólk deyr þó engin Sars.Cov.2 vírus sé að hrella það.
Frá Áramótum hafa orðið 9% fleiri dauðsföll í Svíþóð (til 22. maí) en að jafnaði síðastliðin tíu ár. Svíum hefur fjölgað um 8% frá 2010. Samkvæmt þessu má þá ætla að um það bil 3-4% fleiri Svíar hafi látist fyrstu 5 mánuði 2020 en "eðlilegt ætti" að teljast, sem er 1500 manns. Líklega er þetta samt ofmat því dauðsföllum fjölgar verulega seinnipart árs. Einnig ber að gæta að því að mikill meirihluti þeirra sem látast úr Covit19 áttu að óbreitt minna en ár eftir ólifað, sem þýðir þá að hugsanlega mun dauðsföllum fækka hratt seinnipart árs sem á þá eftir að stórfækka dauðsföllum á ársgrundvelli.
Ef við styttum tímann sem við miðum við til að passa við þegar umgangspest toppar á elliheimili þarf ekki Covit19 til að finni hræðilega tölfræði.
Guðmundur Jónsson, 26.5.2020 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.