Einfaldasta ráðið fyrir marga: Það er kólnun en ekki hlýnun.

Það hefur verið alþekkt í hitabylgjum undanfarinna ára í Evrópu, að fólk með öndunarfærasjúkdóma deyji af völdum hitanna og óloftsins. 

Í sumar mun COVID-19 verða viðbót í þeim efnum. En harðsnúinn hópur fólks mun, ef að líkum lætur, halda því fram að þessi ótti og viðvaranir Veðurfarsstofnunar Sameinuðu þjóðanna séu bara áróður byggður á þeim tvíþættu lygum 1. að veðurfar á jörðinni sé sífellt að hlýna og 2. að hlýnunin sé af mannavöldum. 

Merkilegur þessi fyrri hluti hinna nýju trúarbragða, en þó verður á það að líta að ef númer 1 er rangt verður númer 2 það sjálfkrafa og málið þar með útrætt. 

 

 


mbl.is Samspil veirunnar og hitabylgju áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það verða áreiðanlega einhverjir sem neita að telja ágiskanir, tilgátur og pælingar um hvað gæti gerst í framtíðinni gild vísindi. Einhverjir sem aðhyllast þau trúarbrögð að vísindalegar niðurstöður fáist með vísindalegum aðferðum en ekki háværum hrópum og mikilli sannfæringu. Þessi trúarhópur mun seint viðurkenna hlýnun af manna völdum, hættuna af 5g, bólusetningarsamsærið og að covid vírusinn hafi verið búinn til í tilraunastofu í Kína. Það ergir marga sem eru annarrar trúar.

Vagn (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 03:07

2 identicon

Loftslagið er flókið fyrirbrigði. Getur hlýnun  valdið kólnun? Jú, við bráðnun Grænlandsjökuls myndast kuldapollur í hafinu SV af landinu sem hefur áhrif á veðurfarið hér og getur jafnvel hægt á Golfstraumnum. Þannig er það a.m.k. skýrt af fræðimönnum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 27.5.2020 kl. 11:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég gerði íslenska útgáfu af dönskum sjónvarpsþætti 1996 sem fjallaði um hættuna á því, að af því að vegna þess að hinn salti Golfstraumur er þyngri en tært leysingavatnið af jökulum Grænlands og Íslands, gæti orðið hætta á því að Golfstraumurinn sykki sunnar niður á djúpleið sinni suður Atlantshaf og yfir í Indlandshaf í stærstu hafstraumahringekju hafanna. 

Á fjölmörgum ráðstefnum hef ég séð tölvuspálíkön af hlýnun loftslag á jörðinni út þessa öld, og á þeim öllum er bláleitur kuldapollur fyrir suðvestan Ísland, og aðrir tveir hinum megin á hnettinum, 

En þeir eru örlítið brot af heildarloftmassanum, sem með sínum eldrauða lit sýna þá miklu heildarhlýnun, sem spáð er.  

Ómar Ragnarsson, 27.5.2020 kl. 21:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Harðsnúinn hópur fólks afneitar áhrifum sólarorku á jörðina.

Harðsnúinn hópur fólks heldur því líka fram að jörðin sé flöt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2020 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband