Einu sinni voru það Edison, Ford, Salk og fleiri. Núna Musk.

Sú var tíðin fyrir rúmri öld, að nöfn eins og Thomas Alfa Edison og Henry Ford voru tákn um uppfinningamenn, frumkvöðla og eldhuga, sem ruddu braut nýrri tækni og nýrri hugsun. 

Jafnframt aðdáun á þessum mönnum var ekki örgrannt um, að miðað við það, hve skammt tæknin var á veg komin á þeirra tíð, miðað við síðari tíma, yrði ólíklegt að svipuð einstaklingsafrek yrðu unnin síðar. 

Síðan kom þó Salk með bóluefni við mænuveiki, en það var á öðru tæknisviði. 

En á okkar tímum hefur þó legið í loftinu, að tími raðafreka og uppfinninga eins og gerðust hjá Edison væri liðinn, það væri búið að finna upp flest, sem mögulegt væri. 

Elon Musk er hins vegar maður, sem blæs á allt slíkt. Óteljandi eru hrakspárnar um það sem hann hefur þegar afrekað. 

Framleiðendur eldsneytisknúinna bíla töldu sig hafa kæft niður alla viðleitni til að framleiða bíla, sem gengju fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Það var gert í krafti fjármagns og áhrifa, til dæmis með því að kaupa þá hreinlega upp sem voguðu sér að finna upp og framleiða rafknúna bíla. 

En þeim sást yfir þær framfarir, sem urðu á öðru sviði, sem sé í gerð farsíma og snjallsíma. 

Þar voru fundnar upp örlitlar lithium-rafhlöður, sem gerbyltu farsímunum. 

Elon Musk greip þessa nýju tækni og gekk í gegnum eld og brennistein hindrana til þess að koma á framleiðslu Tesla rafbílanna, þar sem þessum litlu rafhlöðum var raðað hugvitssamlega um rafbílana, jafnvel sem partur af burðarvirki. 

Byltingin er hugsanlega ekki á enda, því að enn hillir undir framfarir í gerð rafhlaðna, og ekki er enn hægt að afskrifa vetnisvæðingu. 

Spár um gjaldþrot Tesla og Musk hafa verið stanslausar á sama tíma og Tesla er orðið dýrmætasta vörumerki heims. 

Helstu bílaframleiðendur heims hafa stokkið á vagninn og keppast nú um að verða fyrstir með bestu bílana. 

Nú er Musk kominn á flug út í geiminn, nokkuð, sem engan hefði órað fyrir fyrir nokkrum árum, því ekki vantaði áskorarnir og erfiðleikana á því sviði. 

Og auðvitað er geimferðin hvað snertir hagkvæmni og tæknilega framför sigur og tímamótaviðburður.  

Edison, Ford, Salk og fleiri slíkir vörpuðu ljóma á getu og mikilleik Bandaríkjanna, hins mikla landnemasamfélags ólíkra þjóða og kynþátta. 

Elon Musk varpar nú, þrátt fyrir erfiðleika og hindranir, svipuðum ljóma á hinar björtu hliðar þessa ríkis, og hinir fornu eldhugar gerðu. 

En þjóð Lincolns, Roosevelts og Martins Luther Kings þarf jafnt nú, sem á fyrri tíð, á að halda eldhugum, sem geta komið á friði innan þessa litskrúðuga mannfélags.   


mbl.is Mikill sigur fyrir Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta eru svakalegir tíma sem við lifum við núna hvað tækni varðar. Sérstaklega tölvur, símar og róbótar. Bílar, skip og flugvélar líka.

Sumarliði Einar Daðason, 2.6.2020 kl. 14:18

2 identicon

Þú minnist á Jonas Salk.  Reynslan af því dæmi var ekki sú, sem vonast var til.

Þetta er bara ein síða:

https://thevaccinereaction.org/2016/01/the-salk-polio-vaccine-tragedy/

Hrakmennið B. Gates  er í vandræðum á Indlandi útaf polio:

https://www.reuters.com/article/us-india-health-bmgf-idUSKBN15N13K

Ello (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband