Hvað um Bjarna Ben eldri, Gunnar Thor og Óla Jó? Hvað um A-Þýskaland?

Sú var tíð að prófessorarnir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen og Ólafur Jóhannesson þóttu fullgildir til vinna faglega að fræðigrein sinni með ritgerðum, álitsgerðum og jafnvell fræðibókum, þótt allir tækju á ítrasta hátt þátt í íslenskum stjórnmálum, yrðu allir forsætisráðherrar á vegum flokka sinna og Bjarni og Ólafur yrðu formenn stærstu stjórnmálaflokka landsins. 

Allir kenndu við Háskóla Íslands og lengi vel voru bækur Ólafs um stjórnskipunar- og stjórnarfarsrétt kennsluefni í lagadeild, enda aldrei efast um né fundið að efni hennar. 

Allir þáðu þeir laun úr ríkissjóði fyrir störf sín á sviði sérgreina sinna, enda vönduðu allir til málatilbúnaðar síns og skildu rækilega á milli faglegra fræðistarfa og þátttöku í stjórnmálum. 

Þótt allir tækju laun úr ríkissjóði datt engum fjármálaráðherra þessara áratuga í hug að svipta þá þessum fræðistörfum á þeim forsendum að refsa yrði þeim fyrir að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana- og tjáningarfrelsis, svo framarlega sem framlag þeirra til faglegrar umfjöllunar á sérsviði þeirra væri óhlutdrægt.  

En nú eru aðrir tímar. Tímarit, sem sjálft skilgreinir sig sem grundvöll faglegra hagfræðilegra skoðanaskipta, er skikkað til að hlíta stjórnmálalegu boðvaldi pólitísks ráðherra á þeim forsendum, að hans ráðuneyti styðji starfsemi hins faglega blaðs. 

Og; þá kemur í hugann land í Austur-Evrópu, sem á dögum Bjarna eldri, Gunnars Thor og Óla Jó var undir járnhæl Sovétríkjanna og kommúnista, þ, e, Austur-Þýskaland. 

Þar var við lýði alræðiskomulag, sem í krafti þess að ríkið borgaði laun fyrir hvers kyns fræðastörf, var beitt kúgun til að berja niður allar gagnrýnisraddir.  

Og notuð voru svipuð rök og nú eru komin upp á borðið hér heima, að ef nokkur fræðimaður lét í ljós skoðanir, sem voru ekki í samræmi við skoðun stjórnvalda, var hinn sami fræðimaður útilokaður frá hvers kyns störfum á sínum vettvangi og hrakinn yfir í útskúfun og sultarkjör, af því að hann fékk hvergi neitt að gera. 

Sem betur fer hefur svona alræði einnar valdskenningar aldrei kominst á hér á landi. En aðferðin getur dúkkað víða upp engu að síður.  


mbl.is „Algjört frumhlaup“ að bjóða Þorvaldi starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit nú ekki betur en stór hluti kennara við HÍ séu pólitískir. Og þar af flestir vinstrisinnaðir. Það hindrar ekki að ríkið borgi þeim laun. 

Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2020 kl. 19:24

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þorvaldur er einstaklega pólitískur í sínum ritum og hefur lagt sig í líma að ófrægja Sjálfstæðisflokkinn og allt sem honum tengist. Hvernig í veröldinni átti Bjarni Ben að mæla með svona fanatíker eins og þessi Þorvaldur er. 

Halldór Jónsson, 15.6.2020 kl. 19:27

3 identicon

Nordic Economic Policy Review er rit fjármálaráðherra norðurlandanna. Og í því er gerð grein fyrir stefnum þeirra og þeir, en ekki starfsmenn ritsins, velja ritstjórn. Árlega halda síðan fjármálaráðherrarnir ráðstefnu þar sem fara fram skoðanaskipti um þær stefnur. Ritið er ekki fræðirit og störf ritstjórnar ekki fræðistörf. Ritið er upplýsingarit um stefnur fjármálaráðherra norðurlandanna. Ritstjórn er boðberi stefnu fjármálaráðherrana og samstarfsaðili þeirra. Ritstjórn talar máli fjármálaráðherrana.

Vagn (IP-tala skráð) 15.6.2020 kl. 19:45

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tekundir mál annars ræðumans, sé ekki að það plagi mig varulega þó að fræðimenn við Háskólann séu vinstrisinnaðir og þersvegna minna lýðræðiasinnaðir en hægrimenn. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.6.2020 kl. 20:50

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta rit er reyndar alls ekki gefið út til að kynna einhverja pólitíska stefnu heldur til að birta fræðigreinar um tiltekin hagfræðileg málefni. Og það eru ekki ráðherrar sem ritstýra því. Ráðuneytin koma sér hins vegar saman um ritstjórn.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2020 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband