18.6.2020 | 21:55
Göngum hægt um gleðinnar dyr.
Eins og staðan í kórónuveirumálinu er núna á alþjóðavísu, eru frásagnir og umfjallanir á borð við þá, sem hafa verið á CNN, gulls ígildi í bókstaflegri merkingu.
Á meðan engir erlendir ferðamenn koma, tapast einn og hálfur milljarður króna í gjaldeyristekjum á hverjum einasta degi.
Það þýðir 45 milljarða í hverjum mánuði.
Það er því aldeilis ekki eftir litlu að slægjast við að lokka ferðafólk hingað, og í því efni höfum við Íslendingar afar sterka stöðu gagnvart öðrum þjóðum, sem eru keppinautar okkar á hinum almenna ferðamannamarkaði á heimsvísu.
Þetta ástand er alveg dæmalaust hvað snertir allt eðli þess og umfang. Þótt nú blási nokkuð byrlega um stund, er samt í ljósi hins óvissa ástands að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Því að alvarlegt bakslag vegna andvaraleysis gæti orðið okkur enn dýrkeyptara til lengri tíma litið en það hrun ferðaþjónustunnar, sem nú er verið að reyna að finna leið út úr.
Eins og kórónuveiran hafi aldrei gerst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála, Ómar
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.6.2020 kl. 23:24
Flestír Íslendingar líka farnir að haga sér einsog þetta hafi aldrei skeð.
Endar með verri faraldri....
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 19.6.2020 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.