Stórir skjálftar hafa komið í hrinum. Hvað um Bakka?

Stærstu jarðskjálftarnir hér á landi síðan Suðurlandsskjálftinn mikli reið yfir 1896 hafa oft komið í hrinum, jafnvel stórum.  Þannig var það um aldamótaskjálftann á Suðurlandi fyrir 20 árum, en hins vegar var Kópaskersskjálftinn mikli 1976 sá eini stóri þar um slóðir, en á eftir kom margra vikna og mánaða hrina sem tók mjög á marga íbúana þar. 

Þá myndaðist stærðar stöðuvatn í miðri sveit og er það eina vatnið á Íslandi, sem er beinlínts kennt við jarðskjálfta og nefnist einfaldlega Skjálftavatn. 

Stóri skjálftinn á Dalvík 1934 olli feiknar tjóni og mildi var hve vel fólk slapp frá honum. 

Að sögn vísustu manna í þessum fræðum er ekki spurning um hvort, heldur hvenæar stór skjálfti getur orðið nokkurn veginn þar sem kísilverið á Bakka stendur. 

Vonandi sleppur það til, en ef ekki, þá er lítið við því að segja, það var búið að vara við.  


mbl.is Vara við afleiddum hættum skjálftanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband