21.6.2020 | 14:07
Stórir skjálftar hafa komið í hrinum. Hvað um Bakka?
Stærstu jarðskjálftarnir hér á landi síðan Suðurlandsskjálftinn mikli reið yfir 1896 hafa oft komið í hrinum, jafnvel stórum. Þannig var það um aldamótaskjálftann á Suðurlandi fyrir 20 árum, en hins vegar var Kópaskersskjálftinn mikli 1976 sá eini stóri þar um slóðir, en á eftir kom margra vikna og mánaða hrina sem tók mjög á marga íbúana þar.
Þá myndaðist stærðar stöðuvatn í miðri sveit og er það eina vatnið á Íslandi, sem er beinlínts kennt við jarðskjálfta og nefnist einfaldlega Skjálftavatn.
Stóri skjálftinn á Dalvík 1934 olli feiknar tjóni og mildi var hve vel fólk slapp frá honum.
Að sögn vísustu manna í þessum fræðum er ekki spurning um hvort, heldur hvenæar stór skjálfti getur orðið nokkurn veginn þar sem kísilverið á Bakka stendur.
Vonandi sleppur það til, en ef ekki, þá er lítið við því að segja, það var búið að vara við.
Vara við afleiddum hættum skjálftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.