1940: "Hitler has missed the bus." Núna: "Við sleppum alveg við veiruna."

Stundum verða digurbarkaleg ummæli fleyg, sem sýna óhóflega bjartsýni í erfiðum aðstæðum. 

Nefna má dæmi um tvenn.  

4. apríl 1949 sagði Neville Chamberlain á fundi með þingmönnum Íhaldsflokksins breska um stríðið, sem þá hafði staðið á vesturvígstöðvunum í sjö mánuði án nokkurra tíðinda: "Hitler has missed the bus." 

Hann lýsti því nánar hvernig allt benti þá til þess að Hitler hefði misst af tækifærinu til þess að ráðast af alvöru á Frakka áður en Bretar hefðu sent her sinn til Frakklands, hátt á fjórða hundrað þúsund hermenn með gríðarlega miklu herbúnaði. 

Þjóðverjar kölluðu ástandið "Sitz krieg" og Bretar "Phoney war." 

Það hlakkaði í Chamberlain, sem sá fram á áframhaldandi trausta forystu sína fyrir Bretum. 

Búið var að flytja nær öll börnin, sem höfðu í stríðsbyrjun verið sent frá stórborgum út í sveit, til baka. 

Bretar voru að undirbúa stöðvun á járnflutningum Þjóðverja frá Narvik sjóveg til Þýskalands til að svipta þá öruggu flæði af nauðsynlegu sænsku járni frá Kiruna og Gellivara með því að leggja tundurduflagirðinar utan við Narvik. 

En dýrðin stóð ekki lengi. Aðeins fimm dögum síðar, 9. apríl, varð alger kúvending þegar  Þjóðverjar réðust á Danmörku og Noreg, lögðu Danmörk undir sig á einum degi og náðu þeim yfirráðum strax í lofti yfir Noregi, að Bretar og Frakkar fóru hrakfarir, sem ollu því að í maíbyrjun varð Chamberlain að segja af sér embætti vegna þess máls.

10. maí hófst siðan dæmalaus sigurför Þjóðverja sem lögðu Niðurlönd og Frakkland undir sig á aðeins sex vikum. Bretum tókst að bjarga her sínum vopnlausum yfir Ermasund og misstu allan herbúnað sinn. 

Síðara dæmið eru margítrekuð ummæli Trumps Bandaríkjaforseta í febrúar og byrjun mars um að kórónaveiran væri ekki neitt neitt; ekki til, og að Bandaríkjamenn gætu verið alveg rólegir, því að landið myndi sleppa alveg við hana. 

Því ylli flugbann á Kínverja og afburða sterk staða öflugustu þjóðar heims í sóttvarnarmálum. 

Ummæli dr. Anthony Fauci, hins bandaríska Þórólfs, segir því miður allt aðra sögu. 

 

 


mbl.is Eiga við „alvarlegt vandamál“ að stríða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik Ómar. Chamberlain hefur ekki beinlínis verið farsæll með yfirlýsingar sínar, sbr. "frið um vora daga" 1938.

Þú vilt kannski laga ártalið í pistlinum. 1940 er rétt í fyrirsögninni, en fingrunum varð fótaskortur í meginmálinu og 0 varð að 9.

Stefán (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband