Það þarf ekki alltaf "1500 kíló af stáli" til að flytja til 100 kíló af mannakjöti.

Tákn síðustu hálfrar aldar að minnsta kosti hefur verið að allir, sem þurfa að færa sig úr stað, verði að nota til þess einkabíl, sem að meðaltali vegur um 1500 kíló. NSU Prinz og Náttfari.

Í innanborgaraksti er að meðaltali 1,1-1,2 menn í hverjum bíl, sem samsvarar samanlagt 100 kílóum. 

Staðalímyndin hefur verið að koma á slíku tæki til almennra kosninga. 

Nú hefur örlítið verið hreyft við henni þegar forseti Íslands kemur hjólandi á kjörstað. Náttfari, Léttir og RAF

Allt frá því fyrir rúmum sextíu árum þegar síðuhafi hætti að nota reiðhjól og tók upp akstur á minnsta, umhverfismildasta og ódýrasta bíls landsins þá, NSU Prinz 30, sem er þarna á efstu myndinni við hliðina á rafreiðhjóli, hefur fylgt því könnun á möguleikum til þess að einfalda og gera mun ódýrari og skilvirkari aðferðir, sem einstaklingar noti til þess að færa sig á milli staða á sem umhverfismildastan, ódýrastan og einfaldastan hátt. 

Til þess að kanna málið betur hafa nú staðið yfir tilraunir í fimm ár við að finna þessar lausnir, skoða reynsluna og orkueyðsluna við íslenskrar aðstæður. 

Núna eru þessi reynslufarartæki eftirfarandi. 

1. Rafreiðhjól á stystu vegalengdum með 25 km/ klst hraða með orkukostnað upp á 0,3 krónur á kílómetrann. 

2. Rafknúið léttbifhjól í A1 (samsvarar 50 cc) með 45 km hraða og orkukostnað 0,8 kr/km. DSC08853 

3. Minnsta og ódýrasta rafbíl landsins með 90 km hraða og orkukostnað 2,8 kr / km

4. Bensínknúnið léttbifhjól í A2 flokki (samsvarar 125 cc) með 90 km hraða og orkukostnað 5,0 kr/km. 12 kr/km. 

5. Eiginkonan keypti ódýrasta og einfaldasta bílinn á markaðnum 2014, 90 km hraði, 4 sæti og orkukostnaður 12 kr/km. 

Athygli skal vakin á hjólinu á neðstu myndinni, rafknúnu léttbifhjóli í A1 flokki (50 cc) sem nær 45 km hraða, kemst 45 km á hleðslu, en 90 km á tveimur rafhlöðum, því rafhlöðurnar eru útskiptanlegar, sem er ein af gagnlegustu nýjungunum í gerð rafhjóla.

Á þessu hjóli er hægt að hafa með sér aukarafhlöðu í farangurskassanum aftan og ofan á hjólinu, og skipta henni út við þá tómu. 

Auk þess er hægt að hlaða rafhlöðurnar með því að taka þær úr hjólinu. 

Hjólið kostar nýtt 264 þúsund krónur eða talsvert minna en flest rafreiðhjól, og vegna lipurleika síns tvöfalt meiri hraða en á rafreiðhjólunum, skilar því afar vel áfrm í borgarumferðinni.  


mbl.is Kom hjólandi á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fæstir fólksbílar eru 1500 kg.  Venjulegur fólksbíll er svona tonn.  Lítill jeppi (Suzuki Vitara) er 1500-1600 kg.  Hybrid eru venjulega svona þungir.

Ég get ekki boðið fólki uppá hjól í Íslenskri veðráttu.  Sjálfspyntingasinnar verða að taka slíkt upp hjá sjálfum sér.  Eða þeir geta sætt sig við bíla, en fyllt skóna sína af glerbrotum í staðinn eða eitthvað.

Ég hef ekki séð neinn gera tilraun til að gera almenningssamgöngur aðlaðandi.  Það verður náttúrlega aldrei fyrir alla.  En hey, sumir þurfa líka að hreyfast.  Það var verið að reyna að gera þær liðlegar hér 2004-6, en því var svo snarlega hætt.  Ég vil kenna um heimsku valdhafa.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.6.2020 kl. 16:01

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minnstu bílarnir, eins og Yaris, eru meira en tonn að þyngd, og meðaltalið yfir allan flotann er mun hærra. 

Reynsla mín á árunum 1952-59 og síðustu fimm árin sem ég hef haft val á milli bíla og hjóla sýnir, að það er vel fært fyrir hjólin allt árið án þess um neina "sjálfspyntingu" sé að ræða. 

Síðustu fimm ár hef ég dregið línuna við að vindur fari ekki yfir 20m/sek í hviðum og hjólin hafa verið á negldum vetrardekkjum milli október og apríl.  

Ómar Ragnarsson, 27.6.2020 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband