Þúsundir nota ekki bílbelti og fjöldi lötrar enn út við vinstri vegarbrún.

Nú nálgast sá tími þegar hálf öld er liðin frá því að bílbelti fóru að ryðja sér til rúms erlendis og síðar hér. 

Eftir mikla baráttu við fordóma tókst að koma hér á skyldu til að nota beltin, en það dróst þó allt of lengi.

Skipt var yfir í hægri umferð fyrir 52 árum. 

Engu að síður blasir víða við, að enn þann dag í dag er eins og að sumir bílstjórar haldi enn að hér sé vinstri umferð á vegum sem hafa verið tvöfaldaðir og eru með 2-3 akreinar í sömu átt.

Þótt aðstæður séu þannig, að engin beygja er út af veginum til vinstri, aka þeir lúshægt úti á vinstra kanti á akrein, sem ætluð er fyrir hraðari umferð en hinar. 

Og ný könnun er sögð sýna, AÐ þúsundir manna noti ekki bílbeltin, rétt eins og að enn sé hér árið 1968.   


mbl.is Kastaðist út úr bíl í veltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er í  dag 76 ára  og vann sem tæknimaður við skiptingu yfir í hægri umferð í  Reykjavík.

Ef það eru 72  ár síðan þá hef ég  verið óvenju bráðþroska.

Snorri Hansson, 27.6.2020 kl. 18:40

2 identicon

Það eru margir sem vilja banna fólki að fara sér að voða. Sama hvort það er með því að sleppa bílbeltum, stunda fallhlýfarstökk, fara í sólböð, reykja eða borða óhollustu. Sjálfum er mér skítsama hvernig fólk kýs að hætta lífi sínu og heilsu. Að þúsundir manna noti ekki bílbeltin segir mér að forræðishyggjan virki ekki á þúsundir manna. Og að heilalausir sauðirnir séu ekki allir eins leiðitamir og stjórnendurnir helst vildu.

Vagn (IP-tala skráð) 27.6.2020 kl. 19:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakaðu, að hér var slegin inn innsláttarvilla. Eins og sést af samhenginu eru þetta 52 ár. Takk fyrir. Breyti þessu. 

Ómar Ragnarsson, 27.6.2020 kl. 21:54

4 identicon

Það er alls ekki einkamál manna hvort þeir nota bílbelti eða ekki. Á meðan sjæukrakostnaður er greiddur úr sameiginlegum sjóði, hvort það er ríkissjóður eða tryggingar, kemur mér við hvort þú hættir lífi og limum.

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.6.2020 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband