Glampandi Gullinbrú.

Arum og áratugum saman hefur svona sjón blasað við vegfarendum um allt gatna- og vegakerfið án þess neitt mark hafi verið tekið á þeim, sem hafa bent á þá lúmsku hættu, sem hið eggslétta yfirborð hefur búið yfir. Gullinbrú skautasvell

Þessar myndir voru teknar á Gullinbrú í dag, en þetta slitlag var svo sannarlega eins og skautasvell síðastliðinn laugardag þegar það var lagt. 

Ljós bílanna speglast í yfirborðinu á neðri myndinni. 

Slikar framkvæmdir eru að sönnu bráðnauðsynlegar til að endurnýja slitlagið og koma í veg fyrir að hjólin myndi með slitáhrifum nagladekkjanna  vatnsrásir í malbikið, sem geta orðið fullar af vatni, þannig að dekkin á bílunum fljóti ofan á og missi grip.

Sú hætta er lúmsk rétt eins og hættan á því að skauta á nýlögðu malbikinu að sumarlagi. Gullinbrú skautasvell 2

Nú verða vonandi gerðar umbætur í öryggisátt.

 


mbl.is Var mun hálli en kröfur eru gerðar um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband