Vegaxlir það eina, sem skánar, en þó alltof hægt.

Ónógar varúðarmerkingar á vegum eins og lýst er í pistli á undan þessum, eru ekki það eina, sem bjátað hefur stórlega á í íslenska vega- og gatnakerfinu. Það á við um vegaxlirnar og þetta er niðurstaða þess sem árlega notar vegakerfið til þess að fara um það á bifhjóli og hefur nýlega farið helstu leiðir í austur og norður frá Reykjavík. DSC08898

Þótt bifhjólinu sé hægt að aka á hámarkshraða er ævinlega stór hluti ökumanna á bílum, sem eru vel yfir þeim hraða og skapa pressu á aðra ökumenn. 

Sú pressa er einkar óþægileg fyrir vélhjólamenn, ekki aðeins vegna hraða bílanna, heldur líka vegna þeirrar óvissu um ástand vegaxlanna, sem enn er fyrir hendi, og líka vegna þeirrar óvissu sem alger skortur á aðvörunarmerkingum veldur.  

Áratugum saman hafa vegaxlirnar verið eins konar afgangsstærð, þótt þær gegni afar miklu öryggishlutverki, ekki aðeins vegna gangandi fólks og hjóla, heldur líka vegna bíla, sem bila og verða að staðnæmast um stundarsakir.

Í stað þess að vegaxlirnar séu öryggisatriði hefur vanræksla við gerð þeirra og viðhald valdið hættu í stað þess að minnka hana. 

Þetta hefur að vísu skánað sums staðar, en áfram er hins vegar varasamt að treysta vegöxlunum, vegna þess að bæði eru þær ójafnari og þaktari drasli eða möl en aðrir vegarhlutar, og einnig skortir algerlega aðvörunarmerkingar á þeim, þar sem vegfarendur eru varaðir við í tíma. 

Að vísu hefur ástand sjálfra vegaxlanna skánað síðustu ár, en það gengur alltof hægt.  


mbl.is Boða til mótmæla vegna slyssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband