Ökuskírteinið ofar vegabréfinu? Sumar framfarir snúast í andhverfu sína.

Þróunin á stafræna samskiptasviðinu er hröð og í heimsókn til þjónustafulltrúa í bandaútibúi í gær kom í ljós að þegar skoðuð voru þau persónulegu gögn, sem voru við hendina, virtist ökuskírteinið vera ofar vegabréfinu. 

Ökuskírteinið lenti því í skothríð innsláttanna í reitnum, sem merktur var "rafræn skilríki." 

Hvort þetta er svona erlendis líka, skalt ekkert fullyrt um. 

Hingað til hefur vegabréfið verið nauðsynlegast, en hver veit, hvað nú verður uppi á teningnum? 

Við sameiningu ýmissa opinberra stofnana er það uppgefin ástæða, að sameining skapi hagræðingu og sparnað. 

Þó virðist það ekki einhlítt. 

Til dæmis um sameiningu má nefna Samgöngustofu, þar sem áður aðskildar samgönguaðferðir voru felldar undir einn hatt, svo sem flugsamgöngur og landsamgöngur. 

Síðuhafi er að nálgast áttrætt og verður því að fara í fleiri læknisskoðanir er áður til að viðhalda ökuréttindum sínum. 

Hann viðheldur einnig réttindum sínu til takmarkaðs atvinnuflugs, og krefst slíkt tveggja vandaðra læknisskoðana á ári. 

Eðli málsins samkvæmt er slík læknisskoðun margfalt ítarlegri og vandaðri en skoðun vegna ökuréttinda og hefði maður haldið, að í samræmi við yfirlýsta viðleitni til hagræðingar og sparnaðar, gæti flugmannsskírteinið líka gild fyrir bifreiðar. 

En, nei, það er af og frá. Fara þarf í sérstaka læknisskoðun fyrir akstursréttindin auk skoðunarinnar fyrir flugmannsréttindin.  

Sem sagt: Hagræðingin svonefnda breytist í tvöfalt meiri fyrirhöfn og kostnað en nauðsyn ber til. 

Aka þarf langar vegalengdir fram og til baka um Reykjavíkursvæðið til þess að sinna þessu einfalda erindi. DSC09135

Við síðustu endurnýjun ökuskírteinis þótti nauðsynlegt að láta taka nýja og vandaðri ljósmynd og var bent á góða ljósmyndastofu til að fara á. 

Þar vann starfsmaður afar vandað starf og tók þessar fínu myndir og að sjálfsögðu gegn viðeigandi gjaldi. 

En, viti menn, þegar ökuskírteinið er skoðað er myndin þar ekki aðeins verri en hún var áður, heldur er maður nánast óþekkjanlegur!

Ljósleitu, bogadregnu, lóðréttu rendurnar í gegnum andlitið eru ekki rispur, heldur hluti af hinum "stafræna" hluta skírteinisins.

 


mbl.is Ísland.is fór á hliðina vegna álags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband