7.7.2020 | 15:41
Jafnvel erfiðar vinnuferðir eru toppurinn, allur sólarhringurinn.
Í eins konar vinnuferð frá Reykjavík um Norðausturland til Brúaröræfa fyrir innan Kárahnjúka, reyndist hún nokkuð erfið vegna magakveisu í upphafi hennar.
En þrátt fyrir það og ýmsa smá örðugleika, eins og gengur, vaknaði enn einu sinni hin gamalkunna tilfinning um það, sem ferðalög innanlands hafa að bjóða íbúum þessa lands.
Strax í Staðarskála síðdegis var mun fleira um manninn en i ferð þar um fyrir þremur vikum, og miðnætursólarfegurðin á Akureyri sveik ekki; sjá mynd neðar á síðunni.
Hugsanlega munu myndir úr þessu þriggja daga 1500 kílómetra langa landferðalagi því dreifast á pistla hér á síðunni.
Búið var fyrir helgi að segja frá uppörvandi umferð á leiðinni norður, en um helgina og heim til baka í gær var margt enn meira uppörvandi að sjá, svo sem það að búið væri að panta öll gistipláss mánuð fram í tímann á einu þeirra.
Athygli vöktu tugir vélhjóla í leiðinni og ýmislegt fréttnæmt. Nýlagt slitlag á Kjalarnesi vakti athygli fyrir það í gærkvöldi, hve spegilslátt það var, og vakti líka spurningu um það, hver hálkustuðullinn væri, ausandi rigningu gerði.
Samkvæmt frétt í dag taldist þetta nýjasta slitlag og fleiri slík vera innan marka, en þær mælingar eru gerðar í þurru veðri.
Myndin í gærkvöldi var tekin í rökkri og því nokkuð óskýr, en þó sjást framljós bílsins, sem kemur á mót, speglast í yfirborði malbiksins.
Neðst er mynd, tekin fyrir neðan Kárhól í Reykjadal í Þingeyjarsveit hina hljóðu og kyrru júlínótt þar sem fuglinn vakir og speglar sig í tjörninni.
Langar til Húsavíkur eftir að hafa séð Eurovision-kvikmyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.