8.7.2020 | 08:42
Hver er reynslan erlendis?
Nýtilkominn vandi vegna umferðar á rafhlaupahjólum er ekki aðeins íslenskt fyrirbrigði, heldur hefur þetta "æði" breiðst út um alla Evrópu og notkun þeirra er í mikilli gerjun.
Ef rétt er munað, fjallaði þýska þingið nýlega um málið og komst að þeirri niðurstöðu, að helst ætti að nota þær á akbrautum en síður á gangstéttum.
Ef fleiri gögnum er flett upp um stöðu mála þar í landi, virðist málið þó enn vera á dagskrá þar, og í öðrum löndum vera á svipuðu æskustigi og myndin hér við hliðina gefur til kynna.
Skilgreindur mumur á rafhlaupahjólum og rafreiðhjólum felst í því, að staðið er á hlaupahjólunum en setið á reiðhjolunum.
Eðli málsins samkvæmt hefði mátt halda, að úr því að rafhlaupahjólin taka næstminnsta rýmið í umferðinni, og aðeins gangandi maður taki minna rými, ætti forgangsröðin að vera, þar sem þessi umferð blandast saman, svipuð og var upphaflega í fluginu, að svifflugur og loftför, sem ekki eru vélknúin, hefðu forgang fram yfir öll önnur loftför.
Notkun hlaupahjólanna er enn á frumstigi þróunar í flestum löndum, en gagnlegt gæti verið að hér á Fróni yrði hugað að því sem er að gerast erlendis í þessum efnum, með svipuðu hugarfari og hefur verið kjörorð í flugnámi: "Lærðu af mistökum annarra, því að annars muntu aldrei lifa það af að gera þau öll sjálfur."
Rafskúturnar minna á villta vestrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og svo eru þeir, sennilega meirihlutinn, sem telja að þeir sem borga sérstaklega við notkun á vegum landsins eigi að hafa forgang. Allir aðrir skuli víkja og ekki vera fyrir.
Vagn (IP-tala skráð) 8.7.2020 kl. 10:22
Það er flóknara en ætla má. Það þarf þá að gera greinarmun á götum sem sveitarfélögin standa undir og þjóðvegum á forræði ríkisins. Götur sveitarfélaga eru ekki greiddar af sköttum á ökumönnum heldur sköttum á íbúum öllum með einum eða öðrum hætti. Fyrir þjóðvegi borga orðið bara eigendur bensín og dísel bíla með eldsneeytisgjöldum og kílómetragjöldum. Á þá að reka eigendur rafbíla af þjóðvegunum?
Ég efast um að eigendur rafskúta séu mikið á þjóðvegum og reyndar er bannað að aka þeim á akbraut.
Árni Davíðsson, 8.7.2020 kl. 12:42
Meirihluti þeirra sem rúlla um á skútunum hafa ekki bílpróf. Auðvitað eiga þeir ekkert erindi á umferðargötur. Spurning með gangstéttir, sérstaklega þar sem hrekklaust göngufólk gerir ekki ráð fyrir hljóðlausum og hraðfara farartækjum.
Eins og skúturnar eru nú í rauninni sniðugur ferðamáti þá eiga þær í rauninni hvergi heima í umferðinni, hvorki meðal akandi né gangandi.
Kolbrún Hilmars, 8.7.2020 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.