11.7.2020 | 19:10
Þjóðarfjallið flutt suður yfir hálendið þegjandi og hljóðalaust.
Nú hefur frétt um flutning Herðúbreiðartagla og þar með þjóðarfjallsins Herðubreiðar meira en 200 kílómetra vegalengd frá hálendinu norðan Vatnajökuls til Suðurland staðið óbreytt í meira en sólarhring á mbl.is.
Í henni segir orðrétt: "Jarðskjálfti að stærð 3,2 varð 2,7 kílómetra vestur af Herðubreiðartöglum á Suðurlandi klukkan 14:15."
Sýnt er kort frá Veðurstofunni sem sýnir þrjá skjálfta yfir 3 í gær, við Herðubreiðartögl, við Gjögurtá og við Grindavík.
Enginn þessara staða er á Suðurlandi og er skrýtið, hvernig hægt er að blanda því stóra héraði inn í þessa frétt.
Herðubreiðartögl er heiti á móbergshrygg suður af Herðubreið óravegu frá Suðurlandi, og draga þau heiti sitt af Herðubreið, þjóðarfjallinu skammt norður af þeim. Á myndinni er horft til austurs, og er Kollóttadyngja næst, Herðubreið fjær, en Herðubreiðrtögl, snjólaus, hægra megin við Herðubreið. Í fjarska er Snæfelli.
Fréttin, sem og engin viðbrögð við henni í meira en sólarhring er eitt ótal dæma um stórfellt þekkingarleysi á landinu okkar, þar sem meðal annars hefur verið sagt í fjölmiðlum að Sandskeið sé á Hellisheiði og Fimmvörðuháls á Fjallabaksleið syðri.
Jarðskjálfti að stærð 3,2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.