11.7.2020 | 23:36
Geymsla raforkunnar er lykilatriði víða.
Vandinn við að geyma raforku er eitt það atriði, sem einna helst stendur því fyrir þrifum að leiða fram orkuskipti hér á landi og nýta orkuna, sem landið býr yfir.
Vindorka hefur þann ókost, að orkuframleiðslan er háð veðri og vindum og því er geymsla orkunnar afar mikilvæg til að nýta hana á þeim tímum, sem mest er hennar þörf og geyma hana til þess að jafna framleiðslu og sölu.
Vatnsorka hefur þann kost, að hana er hægt að jafna með því að miðla vatninu í miðlunarlónum.
Minnst þörf fyrir geymslu orku er hjá gufuaflsvirkjununum, sem hins vegar hafa þann ókost þegar stunduð er ágeng orkuöflun (rányrkja) eins og allt of mikið er af hjá okkur.
Hvað orkuskipti skiptir eru kostir rafdrifinna samgöngutækja miklir hvað varðandi yfirburða nýtingu rafhreyfla fram yfir brunahreyfla.
Á móti koma yfirburðir jarðefnaeldsneytis hvað snertir geymslu, miðað við lithium, en þann mun er hægt að reikna með margföldun upp á áttföldun eða meira, eftir því hvaða forsendur eru gefnar.
Þyngd rafhlaðna er einfaldlega svo mikil, að það eitt og sér kemur í veg fyrir um alllanga framtíð að hægt verði að rafvæða millilandaflugflotann, og þyngd rafhlaðnanna er líka til trafala í landfarartækjum.
Að vísu eru í gangi miklar framfarir á þessu sviði, gagnstætt því sem er varðandi jarðefnaeldsneytið, sem er komið á endastöð eftir meira en aldar þróun.
Geyma vindorku á fljótandi formi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stolið og uppfært. https://viljinn.is/adsendar-greinar/bjart-framundan-ef-vid-erum-bjartsyn/
Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2020 kl. 05:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.