Af hverju er línan stóra þarna megin við hringveginn?

Í könnun á viðhorfum ferðamanna til mannvirkja, sem þeim finnst trufla upplifun þeirra af ósnortinni íslenskri náttúru, lenda háspennulínur ofarlega á listanum, þótt mörg önnur eins og stíflur, miðlunarlón og gufuaflsvirkjanir feli í sér mun meiri óafturkræf neikvæð umhverfisspjöll. DSC00366

Ástæðan, hvað varðar miðluarlónin er líklega sú, að þeim er ekki kunnugt um þessi spjöll, eða jafnvel ekki kunnugt um að þau séu manngerð, en hins vegar blasir það við og er óumdeilt að risavaxnar háspennulínur, sem trufla útsýni, eru hreinræktaðar afurðir iðnvæðingarinnar. 

Nú er verið að reisa hin glæsilegustu háspennumöstur á nýrri línu frá Kröflu og austur um til Fljótsdalsvirkjunar. 

Sýnist gamla línan, sem er á sama stað, ansi lítilfjörleg í samanburðinum.

Það var talað við einn af þeim útlendingum sem eru að reisa nýju línuna í útvarpsfréttum í dag, þar sem hann sagðist undrast að þessi veikburða lína skuli hafa enst í 42 ár. 

Samkvæmt því sýnist ljóst, að hún mun slegin af þegar sú nýja kemur í gagnið, enda afkastar hún aðeins broti af hinni nýju stóriðjulínu.  

Þá mun hin nýja lína trufla útsýhi frá veginum til suðurs á þessum kafla hringvegarins á Mývatnsöræfum í átt til Jökulsár á Fjöllum á Mývatnsöræfum. 

Þess má geta að eftir er að leggja nýju línurnar á möstrin háu. 

Þegar þess er gætt, að frá veginum eru það ekki nein smáræðis náttúrverðmæti sem blasa við, svo sem þjóðarfjallið sjálft; Herðubreið, má spyrja hvers vegna nýja línan var ekki lögð hinum megin við veginn, þar sem útsýnið er að vísu fagurt, en þó ekki eins mjög og til suðurs. 

Línan byrjan nefnilega norðan vegarins, en er lögð þannig strax að veginum, að risamastur er rétt við veginn þar sem hún liggur yfir hann, svona eins og til að tryggja að ferðafólkið geti dáðst að herlegheitunum sem gera Herðubreið og önnur fjöll í suðri að aumkunarverðum aukaatriðum í upplifuninni.  

Svo mikill er einbeittur viljinn hjá línuaðdáendum, að ekki kemur einu sinni til greina að leggja línuna í jörð þann tiltölulega stutta spotta, sem hún þverar hann, hvorki á núverandi þverunarstað né hugsanlegum hliðstæðum stað austar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvaða öfgar og umhbverfisfasismi er þetta? Háspennulínur eru prýði í landslaginu og eru fallegar og bera menningunni og hugviti mannsins vitni. Kærkomin hvíld frá urð og grjóti sem angra augun. Kærkomin kennileiti í tilbreytingarlausu landslagi sem er engum til gagns. Meiri línur meiri vegi fyrir bíla.

Halldór Jónsson, 13.7.2020 kl. 13:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Trufla hvað?

Halldór Jónsson, 13.7.2020 kl. 13:02

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og meiri lúpínu og kerfil!

Halldór Jónsson, 13.7.2020 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband