14.7.2020 | 18:52
Hvers vegna ekki líka þverun Þorskafjarðar?
Ef það er hvort eð er búið að slá vegarlagningu sunnan Reykhólafjalls út af borðinu á Vestfjarðarvegi, er alveg sama hvaða leið önnur verður valin fyrir vestan Þorskafjörð, að sá fjörður verður þveraður.
Þar er um að ræða líkast til um 5 kílómetra styttingu leiðarinnar, sem engar deilur eru um.
Enn er ekki fráleitt að gera göng undir Hjallaháls í stað þess að rífa í tvennt eftir endilöngu gróðurlendið meðfram ströndinni.
Göngin undir Hjallaháls voru einfaldlega reiknuð út af borðinu með því að gefa sér óþarfa forsendur um bratta vegarins frá göngunum Djópafjarðarmegin og lengja göngin þar með nógu mikið á pappírnum til þess að auðveldara yrði að hafna þeim kosti.
Til þess að ná þessu takmarki var gangamunnurinn í Djúpafirði settur alveg niður undir flæðarmál!
Þetta trix á sér að minnsta kosti eitt fordæmi. Það var þegar svonefnd Fljótagöng voru reiknuð út af borðinu á norðanverðum Tröllaskaga með því að setja gangamunnann langtum neðar en þörf var á.
Fyrir bragðið er nú þrýst á í öllum þeim "gangaslag" sem er í íslenskum vegamálum að bora þriðju göngin, sem annars hefðu orðið að öðrum af tveimur göngum sem þurfti í upphafi.
Hænufet á nýjum vegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorskafjörður er ákaflega fallegur fjörður. Hann verður það ekki lengur þegar vegur er kominn þvert yfir hann.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2020 kl. 20:16
Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2020 kl. 22:37
Það er hægt að hafa veginn út frá gangamunnanum Djúpafjarðarmegin 6 gráður með því að hafa veginn sjálfan þar um 800 metrum lengri en ella, sem kostar mjög lítið, þar sem um er að ræða útgröft úr göngunum.
Annars hefur Klettsháls verið mun oftar ófær en hálsarnir, enda með meira en 8 gráðu halla.
Krafan um 6 gróðu halla í Djúpafirði er hláleg, því að á hringveginum sjálfum eru margar brakkur brattari en 6 prósent án þess að nokkur hafi krafist þess að hallinn verði minnkaður.
Má þar nefna brekkuna að norðanverðu upp á Holtavörðuheiði og tvær langar brekkur, Botnastaðabrekkuna við Bólstaðarhlíð og Bakkaselsbrekkuna.
Núna er vegurinn við Krossgilin í Djúpafirði 12 prósent, og mun leggjast af, hvaða leið sem farin verður á hálsunum.
Ómar Ragnarsson, 15.7.2020 kl. 11:36
Á sínum tíma var sýnt hér á síðunni hvernig leiðin um hálsana var í mesta óveðurskafla þess vetrar, þrátt fyrir allt, oftar opin en nokkur önnur sambærileg leið á öllum norðuhelmingi landsins.
Ómar Ragnarsson, 15.7.2020 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.