3.8.2020 | 13:04
Dánartalan segir mest, en þó ekki allt. Þörf að halda sjó.
Dánartala COVID-19 sjúklinga á Íslandi ein og sér, 28 á hverja milljón íbúa, er enn meðal þess allra lægsta, sem þekkist, og segir mest um tjónið af veikinni.
En hún er greinilega ekki nóg, því að ef hún ein væri höfð til hliðsjónar, myndi ástandið sýnast vera hið sama og það var fyrir mánuði, en það er alls ekki raunin.
Dánartalan ein segir ekkert um það hve margir hafa skaddast það illa innvortis, að þeir nái sér aldrei.
Hún segir líka ekkert út af fyrir sig um útbreiðsluhraða veirunnar og gang stríðsins við hana.
Nú hafa tölurnar um smit og sóttkví þokast illilega upp á við á ný og við blasir nauðsynin á á því að halda sjó þar til bóluefni kemur vonandi á næsta ári.
Í því efni verður að horfa fram á við, fram yfir næsta ár, þannig að eftir næstu ferðamannavertíð búi ferðaþjónustan við minnsta mögulega tjón. Það þýðir væntanlega viðbótar fjárhagslegan stuðning í líkingu við þann, sem veittur var í vor.
Ísland næst á eftir Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.