"Skyldudjammið" ber nafn með rentu.

"Skyldudjamm" er sjálfsprottið heiti yfir fyrirbærið, sem er fyrsta frétt þessa sunnudags fyrir það að hafa orðið til þess að það var regla frekar en unantekning að sóttvarnarreglur væru þverbrotnar. 

Kári Stefánsson hefur dregið upp einfalda mynd af hagsmununum, sem eru í húfi varðandi heimsfaraldurinn hér á landi. Þeir eru núna í meginatriðum að hans mati hagsmunir ferðaþjónustunnar andspænis hagsmunum mennta- og menningarlífs. 

Það er ekki alveg einföld mynd, því að ef slegið verður of slöku við varnir gegn veirunni, mun ferðamannastraumurinn inn í landið detta niður af sjálfu sér vegna takmarkana í útlöndum gagnvart Íslandi.  

Og nú hefur; og þótt fyrr hefði verið; verið varpað ljósi á veikan punkt í meira lagi; skyldudjammið, sem felst í því að fá sér í glas og "skemmta sér" í þéttum hópi í þröngum húsakynnum eða jafnvel þrengslum utan dyra. 

Fyrir rúmri viku kvartaði veitingamaður sáran yfir þeim takmörkunum yfir þeim reglum sem nú gilda og bar fyrir sig, að ekkert smit hefði verið rakið til veitinga- og skemmtistaða. 

Það var afar einfeldningsleg afsökun, því að það líða allt að tvær vikur frá því að fólk smitist þar til veikin kemur fram. 

Enda liðu ekki nema nokkrir dagar þar til fyrstu smitin komu fram á veitingastöðum. 

Tvær tilvitnanir frá fyrri tíð segja mikið. 

Emilíana Torrini er spurð, hvað henni finnist um jólin sem fyrirbæri og hún svarar: 

"Þau eru ómissandi, því að þá fær maður smá frí frá skyldudjamminu." 

Og Gunnar Björnsson, sonur eins þekktasta danshjómlistarmanns þjóðarinnar, er spurður hvað honum finnist best að gera. Hann svarar: 

"Að sitja með góða bók og hlusta á góða tónlist." 

Hann er spurður, hvað honum finnist verst, og svarið er: 

"Að fara niður í bæ til að "skemmta mér".

 


mbl.is 15 af 24 veitinga- og skemmtistöðum brutu reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stærsta hópsmitið frá byrjun varð í Laugardalshöllinni.

Hefur eitthvað smit verið rakið til skemmtistaða?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 16:10

2 identicon

Sæll Ómar.

Engu er líkara en menn viti ekki við hvað er að fást.

Menn hafa um ekkert að velja en að loka veitingastöðum
og miða eftirleiðis við 20 manns í það mesta hvað
allt annað varðar.

Faraldurinn mun skilja eftir sig endalausan
slóða heimilislausra og eignaupptöku fram til 2024,
ótalið uppþot og óeirðir.

Ágústmánuður heilsar á frekar rólegum nótum miðað
við hvað verður á næstu 6 mánuðum.

Á útmánuðum 2021 má búast við að um hægist.

Óþarft ætti að vera í millitíðinni fyrir landann að fara að dæmi læmingjans
og henda sér fyrir björg, - heldur klént og fær ekki einusinni hálfa stjörnu!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.8.2020 kl. 16:23

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Húsari. Hvað hafa mörg smit verið rakin til skemmtistaða?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2020 kl. 16:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Veitinga- og skemmtistaða" stóð í pistlinum, þar sem er lagt út af orðum veitingamanns. "Smit var skömmu síðar rakið til veitingastaðar.." stendur líka, og það er staðreynd. 

Ómar Ragnarsson, 9.8.2020 kl. 19:53

5 identicon

Það á bara að troða skítugum sokki upp í trantinn á Jóhannesi Þór Skúlasyni.

Og hvað með alla blóðtappana sem myndast í þessum sjúkdómi? Halda menn að þeir hverfi eitthvað þótt ferðamannaiðnaðurinn fari af stað?

Þarna er verið að hampa skammtímahagsmunum ferðaþjónustu á kostnað heilsu fólks til áratuga, þ.m.t. ungs fólks!

El lado positivo (IP-tala skráð) 9.8.2020 kl. 20:51

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt smit hefur verið rakið til matsölustaðar.

En hversu mörg smit hafa verið rakin til skemmtistaða?

Það virðist vera mjög erfitt að fá þetta upplýst.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.8.2020 kl. 15:48

7 identicon

Sæll Ómar.

Oft er skemmtikröftum lagnara að fara með
það sem allir vildu sagt hafa en enginn
kom orðum að.

Dæmi um þetta eru nokkur og mætti benda á
dr. theol. Jakob Jónsson og Kímni og skop í Nýja testamentinu,
frelsarann og dæmisögurnar þó vefjist sumar fyrir og
síðan náfrænda ofangreindra sem hafði þetta að segja:

"Hvað partí- og djús- og djammsmit varðar, liggur beinast við að álykta sem svo, að því meira, sem fjör, djamm og þrengsli séu, því meira fjör og stuð verði á kórónaveirunni."

Húsari. (IP-tala skráð) 11.8.2020 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband