Ótrúlega langlíf slysagildra.

Slysagildran við krossgöturnar Vegamót, þar sem Hringvegur, Landvegur og Ásvegur mætast, er búin að vera þarna svo lengi sem elstu menn muna.

Svo algengur er sinnuleysis hugsunarhátturinn gagnvart svona fyrirbærum, að í viðtali um slysagildru við hringtorg á Vesturlandsvegi þar sem Sigurjón M. Egilsson slasaðist það alvarlega, að skaðinn varð illbætanlegur ef ekki óbætanlegur, sagði talsmaður Vegagerðarinna í sérkennilegum afsökunartóni: "Við erum búnir að vita af þessu í nokkur ár." 

Við Vegamót gæti afsökunin hljómað þannig: "Við þekkjum ekkert annað." 

En nú er verið að ráða loksins bót á þessu og því ber að fagna.  


mbl.is Hringtorg sett á hættuleg gatnamót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband