21.8.2020 | 20:15
Enskt nýyrði: "Cabinetcorona."
Orðið stjórnarkreppa á íslensku útleggst sem cabinetcrisis á ensku.
Þótt ríkisstjórnin hafi orðið fyrir búsifjum í nokkra daga, er þó vonandi ekki nein stjórnarkreppa í gangi.
En kannski má finna heiti yfir það fyrirbrigði, sem nú er í gangi, svo sem "cabinetcorona" á ensku, og stjórnarsóttkví á íslensku.
Fátt toppar enska forsætisráðherrann, sem lét sem ekkert væri fyrstu veirudagana þar í landi, og tók í hendurna á þúsundum með þeim afleiðingum að fá svo mikið magn af veirunni í sig, að hann þurfti að fara á gjörgæslu á tímabili.
Brugðist við með skýrum og fumlausum hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Brugðist var við með skýrum og fumlausum hætti." Gott og vel. En af hverju vinnufundur með kvöldverði á Hótel Rangá? Var farið með rútu eða vorum allir á ríkisdrossíum með einkabílstjóra? Var verið að sötra vín með matnum? Hvað kostaði uppátækið skattgreiðendur?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2020 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.