Eitt smit - einni ríkisstjórn of margt.

Fyrir þremur dögum var fyrisögn pistils hér á síðunni: "Eitt smit, einu smiti of margt" og var meiningin sú, að eitt smit gæti haft komið af stað jafn miklu hópsmiti og mörg smit. 

Nú hefur þetta sannast illilega eftir heimsfrægan ríkisstjórnarfund, því að auðvitað mun það fljúga um heimsbyggðina að næstum heil ríkisstjórn hafi verið kyrrsett í skimun og sóttkví, jafnvel þótt það sé ríkisstjórn einhverrar fámennustu þjóðar heims. 

Þegar upp kemur þremur dögum eftir hinn fræga ríkisstjórnarfund, að tíu smit sé fundin á því svæði, þar sem fundurinn var haldinn, sýnist hér vera um alveg einstaka óheppni að ræða og hugsanlegt að þessu hefði verið öðruvísi farið, ef fundurinn hefði til dæmis verið haldinn uppi í Borgarfirði. 

 


mbl.is „Ég er bara farin heim til mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni.

Vandinn er sá að veiran spyr ekki um óheppni, enda er hún ekki vitsmunavera eins og við hin.

Hún aðeins smitar, til að lifa af.

Alveg eins og við sem viljum lifa af, erum á móti því að hún smiti okkur.

Hins vegar held ég að hin meinta óheppni sé til góðs, hún kristaltærir þann vanda sem við er að glíma.

Þjáningar Jóns og Jónu, eru sjaldnast taldar með þegar höfðingjarnir rífast innbyrðis.

Ef svo væri, þá væri frú Sigríður skóggöngumanneskja í dag.

Því hún er fulltrúi þess hóps sem telur yfirstéttina örugga, og skítt með restina.

Að hugsa sinn gang getur þýtt, að yfirstéttin sjái að þetta sé ekki svona einfalt, að það sé engin óhultur.

Að við séum öll á sama báti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.8.2020 kl. 13:36

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Já, þar fauk heimsfrægðin okkar um rétt tök á flestu tengdu veirunni. Klaufalegt og dómgreindarleysi eftir á að hyggja.

Óþarfi að fara í þetta (annars ágæta þema)  að funda út á landi nákvæmlega núna við tvísýnar aðstæður.

Óheppni?  Eiginlega varla. 

P.Valdimar Guðjónsson, 22.8.2020 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband