Svali sjávarins hefur oft mikil áhrif á veðrið.

Á hlýjum sólríkum dögum hitnar landið upp og heitt loft, sem er léttara en kalt, stígur upp. 

Við það myndast rými sem dregur loft af sjónum inn á landið, og sé nægur raki í loftinu, þéttist hann og verður að þoku. 

Fyrirbærið er alþekkt á stöðum eins og Patreksfirði, þar sem svokölluð "innlögn" kemur oft um miðjan daginn, svo að það verðir hrollkalt í svölum stinningskaldanum á sama tíma og hið upphitaða svæði á norðurströnd, sem skóp hitauppstreymi þar, heldur áfram að ylja meðan sólar nýtur. 

Á Akureyri er hafgolan byrjuð að sækja til suðurs, eða frameftir eins og það er kallað þar, um hádegisbil en er smá tíma að komast alla leið til inn í það rými, sem hitnaði upp og kom golunni eða kaldanum af stað.Faxaflói, sólarlag 22.8.2020

Þetta á við um marga firði hér á landi, jafnvel smærri firði eins og Skerjafjörð og Kollafjörð. 

Þekur þokan þá stundum sjóinn, en nesin á milli Hafnarfjarðar, Skerjafjarðar og Kollafjarðar haldast hrein á meðan sólar nýtur. 

Eftir því sem sólin lækkar á lofti, sækir þokan á og getur fyllt allt Reykjavíkursvæðið upp og sömuleiðis myndast eftir sólarlag á Suðurlandsundirlendinu.     

Stærðar landsvæði eins og Borgarfjarðarláglendið og Suðurlandsundirlendið skapa oft mikið kalt vindstreymi úr norðri og norðvestri sem berst hratt allar götur norðan úr Húnaflóa og af Faxaflóa.  P.S. En þokan er þrátt fyrir svona algengustu meginstrauma óútreiknanleg, því að eftir að hún var búin að leggjast inn eftir Seltjarnarnesi í dag brá svo við í kvöld, að flóinn var allur heiðríkur í lognværri kyrrð, eins og sést á þesari mynd, sem að vísu hallar aðeins, en það er vegna bilaðs skjás á myndavélinni. 


mbl.is Þokubakki læðist inn í höfuðborgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband