Frakkland: Samsvarar 162 látnum alls á Íslandi og 40 smituðum sl.sólarhring.

10 hafa látist hér á landi úr COVID-19, en 30.000 í Frakklandi. Miðað við fólksfjölda landanna samsvarar dánartalan í Frakklandi því að 162 hefðu látist hér á landi. 

Dánartíðnin hefur verið 16 sinnum meiri en hér á landi og smittíðnin sl. sólarhring er margfalt meiri en hér hefur verið. 

Veikin virðist enn vera í sókn hjá Frökkum eins og fleiri þjóðum. 

Þótt dánartíðnin sé líklega mikilvægari og gefi réttari mynd, er smittíðnin afar lúmsk tala, því að það sýnast lítil takmörk fyrir því hvernig áhrif og afleiðingar eru af hverju smiti fyrir sig. 

Og þegar þjóðir setja önnur lönd á rauðan lista eru það smitin, sem notast er við sem viðmið varðandi aðgerðir, sem bitna á ferðamannaumferðinni hjá báðum þjóðum. 

Reynslan hefur sýnt að staða veikinnar hjá öðrum þjóðum, sem við höfum samskipti við, er lítið minna áhyggjuefni fyrir okkur heldur en staðan hjá okkur sjálfum. 

Aðeins þurfti eitt eða tvö ný smit með nýrri gerð veirunnar til þess að skapa þá bylgju númer tvö, sem nú er glímt við hér á landi. 


mbl.is Smitfjöldi nær hæstu hæðum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta merkir einfaldlega að Frakkar eiga skammt eftir þar til pestin er gengin yfir. Sama má segja um Ítali. Og sama má segja um Svía og margar fleiri þjóðir.

Íslendingar eiga langt eftir því hér er stefnan að ýta vandanum á undan sér, ekki að takast á við hann.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.8.2020 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband