Nýjar tegundir sjúkdóma og farsótta einkenni aldarinnar?

Í sögu mannsins hefur hann gengið í gegnum mörg þróunarstig og breytingar á lífsháttum og aðstæðum. 

Sjaldan hefur hraðinn í þessum efnum verið meiri en síðustu áratugi, knúinn af fólksfjöldasprengingu, neyslugræðgi og tækniþróun, sem hefur fjarlægt milljarða fólks frá fyrri lífsháttum. 

Það er því íhugunarefni hve margt er á hverfanda hveli um þessar mundir, og virðist snerta grunnvelferð mannsins. 

Sannarlega verkefni fyrir þau vísindi sem snúa að heilsu og velferð. 

Þegar miklar breytingar verða á líkamlegu ástandi fólks, hlýtur að liggja beint við að skoða, hvers konar ytri breytingar hafa orðið mestar á síðustu áratugum. 

Er það bylting nets og tölvunotkunar, samþjöppunin í stórborgunum og fólksfækkun í dreifbýli?

 


mbl.is Ofsaþreyta og orkuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti einnig hafa í huga að meiri fréttaflutningur, umfjöllun og fjölgun greindra þýðir ekki að það hafi orðið einhver fjölgun. Einhverfa, ofvirkni, síþreyta og margt af því sem virðist hafa orðið sprenging í var til löngu áður en þessi nöfn voru fundin upp og greiningar hófust. Menn hafa jafnvel reynt að greina eftir frásögnum hvort fornar hetjur og hrappar Íslendingasagna gætu hafa þjáðst af geðrænum og líkamlegum kvillum og frávikum sem fyrst var farið að greina og viðurkenna á síðustu áratugum.

Þegar hundrað blöð, netmiðlar, útvarps og sjónvarpsstöðvar segja frá einum jarðskjálfta samdægurs eru áhrifin önnur en þegar bara eitt blað segir frá honum viku eða mánuði eftir að hann skeði. Sú tilfinning skapast að hann sé mikið meiri og alvarlegri og jarðskjálftar fleiri og algengari.

Það endar með því að þeir drepa einhvern! sagði kerlingin uppi á Íslandi þegar nýjasta tækni flutti miklar fréttir af fyrri heimsstyrjöldinni hraðar og betur en hún átti að venjast. Þessi dularfullu fjarlægu útlönd, sem höfðu verið eins og ævintýri, voru komin nær og orðin raunverulegri.

"Það er því íhugunarefni hve margt er á hverfanda hveli um þessar mundir.." var hoggið í steintöflu fyrir þúsundum ára.

Vagn (IP-tala skráð) 5.9.2020 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband