14.9.2020 | 06:55
Mistur frá vesturströnd Bandaríkjanna og frá Sahara óskylt hlýnun?
Fyrir tveimur árum fyllti sandmistur, komið frá Sahara, lofthjúpinn yfir Íslandi í mikilli hitabylgju, sem teygði sig norður eftir Evrópu allt til Íslands í marga daga.
Sýnd voru tölvugerð kort í sjónvarpi af þessu.
Núna gæti reykmistur frá vestströnd Bandaríkjanna færst yfir Ísland.
Bandaríkjaforseti og fylgjendur hans, bæði hér á landi og erlendis, hafa afgreitt þetta seinna mistur svona: "Þetta er eingöngu að kenna vanrækslu á hreinsun og grisjun skóganna og lélegu slökkviliði og brunavörnum".
Sumir hafa bætt því við að demókratar og öfgasamtök hafi kveikt eldana til þess að gera Trump grikk.
Þessar ásakanir hafa gengið svo langt að jafnvel FBI hefur þurft að eyða í það heilmikilli fyrirhöfn að rannsaka þær og komist að þeirri niðurstöðu, að þær eigi við engin rök að styðjast og að stofnunin hafi orðið að vanrækja önnur verkefni af þessum sökum.
Áður fyrr hafa þessir kuldatrúarmenn afgreitt hlýnun út af borðinu með því að fullyrða, að vísindasamfélagið eins og það leggur sig falsi mælingar og ljúgi til um veðurfar.
Skoðum aðeins kenninguna um vanrækslu við hirðingu skóganna.
Hér er um að ræða skógareldasvæði sem senn verður á stærð við þriðjung af Íslandi og næstum því alla Danmörku. Ekki fer af því neinum sögum að þessir víðlendu skógar hafi verið hirtir neitt betur fyrr á árum heldur en nú.
Meint vanhirðing þeirra hefur staðið um aldir. Hvers vegna hafa þá ekki orðið svona hrikalegir skógareldar þar fyrr en núna, samhliða því að loftslag hefur hlýnað og orðið þurrara?
Hvers vegna eru við að upplifa hita- og sandmistur frá Afríku fyrst núna?
Líklegt að mistur færist yfir landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alþekkt í gegnum söguna að grisjun, oft með eldi, hefur verið notuð til að draga úr hættu á óviðráðanlegum skógareldum. Það eru miklar efasemdir uppi um að þessu sé sinnt nægjanlega vel í Kaliforníu. Hér að neðan má sjá umfjöllun um þetta, annars vegar skýrslu Little Hoover Institute, hins vegar ágæta umfjöllun BBC. Það má vel vera að loftslagsbreytingar auki hættu á skógareldum eins og fram kemur í umfjöllun BBC, en það breytir ekki því að því meira sem fyrirfinnst af dauðum gróðri í skógi á þurru og heitu svæði, því meiri hætta er á óviðráðanlegum skógareldum. Fróður maður hefur bent mér á að lengi vel hafi orkufyrirtæki séð um grisjun skóga, en vegna þrýstings frá aðilum sem ekki gerðu sér grein fyrir heildarmynd hlutanna hafi þessu verið hætt.
Menn verða að reyna að líta á hlutina í samhengi og hengja sig ekki í einfeldningslegar, vinsælar skýringar. Skýringarnar geta nefnilega verið fleiri en ein.
https://lhc.ca.gov/report/fire-mountain-rethinking-forest-management-sierra-nevada
https://www.bbc.com/news/world-us-canada-46183690
Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 09:46
Kuldatrúarmenn, finnst mér vera þú og fleiri sem vilja að loftslagið sé áfram eins og það var kaldast í sögu íslandsbyggðar og vilja kenna mannfólkinu um þá endur hlýnun til aldana er ísland byggðist. Íslendingar hafa nokkuð góðar heimildir um kólnun loftslags til 1900 a íslandi,
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 14.9.2020 kl. 11:01
Þó þekking á uppruna þess misturs sem áður kallaðist bara "mistur frá Evrópu" hafi aukist er ekki endilega um það að ræða að við séum fyrst núna að upplifa mistur frá Afríku.
Vanhirðing skóga í dag felst í því að það er passað vel upp á að slökkva elda sem áður hefðu brunnið út á takmörkuðum svæðum. Trén verða því eldri, þurrari og minna um nýgræðing. Eldur sem áður hefði stöðvast við nýgræðinginn brennur nú stjórnlaust með ekkert til að hefta framgöngu hans. Svo má benda á það að skógareldar úti í heimi voru smáfrétt í einn dag nálægt miðju í mogganum hér á árum áður.
Vagn (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 12:42
Það sem heldur lífi góðu lífi í kuldatrú Ómars eru m.a. bloggarar. Trump forseti nefndi það í upphafi ferðar að vanræksla í umgengni við skóga gæti verið ein orsaka fyrir tíðum og miklum skógareldum á vesturströndinni fékk hann bágt fyrir? Öfga loftlagstrúin skal ráða og og vera einráð, nema kannski á síðu Ómars?
Þegar ég heimsótti Yosemite Þjóðgarðinn í Suður-Kaliforníu fyrir 15 árum og gekk þar um blöstu við innan um bergklappir, granítstein mörg hundruð ára gömul tré. Engin voru merki sjáanleg um skógarelda og snyrtimennska var áberandi. Skógarverðir í glæsilegum búningum veittu gestum upplýsingar og virtust hafa gaman af. Umgengnisreglur voru margar og skilmerkilegar og fylgst var með að gestir væru þann tíma í skógi sem þeir höfðu gefið upp við komu.
Vestan við þjóðgarðinn voru bændabýli en þegar nær dró strönd einkenndist landslagið af sandi og uppþornuðum ám. Augljóst var að bændur höfðu lengi búið við vatnsskort þótt akurlönd væru vel girt og stór. Langt í austur frá þessu svæði hafði vatni sem var þarna af skornum skammti verið veitt í átt að vatnasvæði Las Vegas. Skýrir strjála byggð og nær ósnortin landsvæði.
Sigurður Antonsson, 14.9.2020 kl. 13:39
Hlýnun loftslagt er auðvitað líkleg til að valda veðrabreytingum. Veðrabreytingar geta haft í för með sér meiri sveiflur í veðurfari en áður þekktust. Þessar sveiflur geta vafalaust stundum aukið hættu á skógareldum.
En síðan getur fleira komið til.
Vandinn við þessa umræðu eru öfgarnar. Annað hvort á allt að vera loftslagsbreytingum að kenna eða ekkert.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 14:23
Þorsteinn Siglaugsson. Vísindamenn eru ekki öfgafullur, væru þeir það, væri þeir ekki vísindamenn. Stundaði vísindastarf í nær 35 ár, veit því hvað ég er að tala um. Öfgarnar einkenna ekki síst þá sem eru ekki lærðir í faginu, hlusta ekki á vísindin, en þykjast samt hafa vit á hlutunum. Nokkuð einkennandi fyrir ísl. innbyggja.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 17:26
Þegar vísindalegar niðurstöður um orsakir ástands sem er augljóst og mælanlegt eru orðnar að pólitísku þrætuefni er það slæmur vitnisburður um menningarástand.
Vísindamönnum tókst í sameiningu að kalla flesta þjóðarleiðtoga til liðs við sig í baráttu gegn tortímingu lífsins á jörðinni.
Stjórnlítilli fjölgun mannkyns samfara eyðingu stórra búsvæða og mengunar hafsvæðanna ásamt sívaxandi fjölda lífvera í útrýmingarhættu ver mætt með sameiginlegri yfirlýsingu mikils meirihluta þjóðarleiðtoga heimsins; yfirlýsingu um sameiginlegt átak í bættri umgengni á plánetunni Jörð.
Þessi yfirlýsing reyndist auðvitað vera árás á hagsmuni auðugustu olíu- og iðnfyrirtækja heimsins.
Og nú er illt í efni fyrir þá sem langar til að afkomendur þeirra megi vænta þess að eiga framtíð á plánetunni.
Það er nefnilega pólitísk árás á meiri stundarhegsmuni en fjöldi dugandi
málaliða getur horft á aðgerðarlaus.
Fyrst og síðast er afstaða fólks til þessa máls einungis létt siðferðispróf.
Árni Gunnarsson, 14.9.2020 kl. 17:35
Vísindamenn gera sér nú hugsanlega alveg grein fyrir því að skógareldar geta átt sér fleiri orsakir en loftslagsbreytingar einar og sér. Í það minnsta alvöru vísindamenn.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 19:57
Þegar tilgáta telst vísindaleg niðurstaða og vísindamennirnir sem styðja tilgátuna eru flestir ómenntaðir í faginu má búast við deilum. Þegar sagðar orsakir hlýnandi ástands jarðar hafa ekki verið vísindalega sannaðar og vísindamennirnir hagfræðingar, tannlæknar og félagsfræðingar með skoðanir verður hinn opinberi sannleikur og viðurkenndi rétttrúnaður pólitískt ákvörðunarefni. Og sá vinnur gjarnan sem málar svörtustu framtíðarsýnina, heimtar mestu fórnirnar og lofar að laga ástandið. Að breyta veðrinu hefur frá örófi alda krafist mikilla fórna. Hversu margir trúa síðan í blindni þessum messuorðum prestana er vitnisburður um menningarástand. En veðrið heldur áfram að breytast, héðan í frá eins og hingað til, mörgum til furðu og ótta.
Vagn (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 19:57
Það er löngu búið að sýna fram á orsakasamband milli aukningar CO2 og hlýnunar. Það eru ekki ómenntaðir vísindamenn sem hafa sýnt fram á þetta, þvert á móti.
En það merkir ekki að öll óáran sé endilega eða einvörðungu loftslagsbreytingum að kenna. Sumt má rekja til þeirra, sumt ekki, sumt að hluta.
Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2020 kl. 20:39
Það er þá einnig löngu búið að sýna fram á orsakasamband milli aukningar í íssölu og fjölgunar nauðgana. Það er löngu búið að sýna fram á vissa fylgni, ekki orsakasamband, milli aukningar CO2 og hlýnunar. En hvort hlýnunin skili aukningu CO2 eða CO2 aukning skili aukinni hlýnun má enn deila um. Er annað orsökin og hitt afleiðing eða er eitthvað annað sem stjórnar báðum? Svör dagsins í dag eru trúarbrögð en ekki vísindi.
CO2 hefur aukist og minnkað gegnum milljónir ára og hiti hækkað og lækkað án minnstu aðkomu okkar. Að smávægilegar breytingar á hita síðustu áratugi sanni eitthvað er skoðun en ekki vísindi. Hvar voru bílar og flugvélar þegar víkingar sóluðu sig á söndunum neðan við ræfilslega snjóskaflana sem síðar urðu Vatnajökull? Hverjir óku um Vestfirði þegar þar óx magnolía, vínviður og risafura?
Jafnvel menntuðustu vísindamenn geta haft skoðanir sem ekki byggja á neinu öðru en því sem þeim finnst vera rökrétt. Það að þeir séu vísindamenn gerir skoðanir þeirra ekki að vísindum, samanber Kára Stefánsson.
Syndir okkar færa okkur slæm veður, en við erum mikil og máttug og höfum fulla trú á því að með bættu líferni, fórnum og fögrum bænum getum fengið guðina til að breyta veðrinu eins og við viljum. Eins og við höfum gert í tugþúsundir ára. Það er lífseigasta trú okkar og hefur frá upphafi verið að finna í öllum samfélögum á jörðinni....stutt af fróðustu mönnum, vitnisburðum og vísindum hvers tíma.
Vagn (IP-tala skráð) 14.9.2020 kl. 23:47
Forvitnilegar hugmyndir hjá ykkur. Þakk fyrir.
Slóð
Hver er að afneita hlýnun jarðar, ef hún hlýnar? Ég þekki engan. Mælar í skjóli trjáa, hlýrra húsa, malbik sýgur í sig hitan, fullt af bílum, sem virka sem hitagjafar út um allt. Hitinn fer í andrúmsloftið, og mælarnir sýna meiri hita en á berangri.
12.7.2020 | 12:32
000
28.8 million tons of Sahara desert fertilize the Amazon ...
https://www.latimes.com/science/sciencenow/la-sci...
The Amazon rainforest is fertilized in part by phosphorus from a dry lake bed in the Sahara desert, researchers say in a new report that shows how different parts of our planet are connected in ...
000
Frumbyggjar Ástralíu brenndu gróðurinn, á meðan hann var ekki orðinn mikill, þá gátu þeir ráðið við brunann og stjórnað framvindunni.
Við verðum að læra að hugsa, hver er ástæðan, hvað er hér á ferðinni?
000
Egilsstaðir, 14.09.2020 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.9.2020 kl. 00:20
Orsakasamband er ekki það sama og fylgni. Það er hægt að sýna fram á fylgni milli alls kyns óskyldra hluta, en það hefur ekkert með orsakasamband að gera.
Það eru meira en hundrað ár síðan sýnt var fram á orsakasamband milli aukningar CO2 og hlýnunar.
Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2020 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.