Hvað um aðvörunarorð Páls Einarssonar?

Á þeim tíma, sem ákvarðanir voru teknar um að reisa kísilverið á Bakka, beindi Páll Einarsson, einn okkar færasti jarðeðlisfræðingur á þessu sviði, þeirri aðvörun til þeirra, sem tækju þessa ákvörðun, að helsta átakalínan á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu gengi beint í gegnum þann stað, sem verið ætti að rísa á, og lagði til að verið yrði á öðrum stað. 

Því var ekki sinnt, og nú segir náttúruvársérfræðingur ekki hægt að útiloka, að stærri skjálfti en skjálftarnir í dag muni geta komið. 

Já, ekki veldur sá er varar, segir máltækið. 


mbl.is Annar öflugur skjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Heildarsýn hefur aldrei átt upp á pallborðið meðal íslenskra stjórnmálamanna. Hvorki fyrr né síðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.9.2020 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband