9.10.2020 | 09:27
Ekki mann að sjá í heilum sveitum.
Á ferðalagi um uppsveitir Árnessýslu í gær, var heldur betur öðruvísi um að litast en verið hefur á þessum árstíma svo lengi sem munað verður.
Á leiðinni frá Skálholti upp að Gullfossi og til baka aftur var ekki að sjá einn einasta mann, nema tvo einstaklinga úr Reykjavík, sem voru saman á ferð í tengslum við lokaathöfn fjöltrúarlegrar ráðstefnu, sem var með miðstöð í Skálholtskirkju dagana 5.- 8. október.
Allir ferðamannastaðir lokaðir, ekki sála við Geysi og Gullfoss, þótt veðrið væri mjög gott eins og myndirnar hér á síðunni bera með sér þegar þær verða væntanlega settar inn seinna í dag af tæknilegum ástæðum.
"Dauft er í sveitum, hnípin þjóð í vanda" orti Jónas. En þótt þetta ástand nú minni á þessar ljóðlínur úr Gunnarshólma, eru kjör þjóðarinnar nú óendanlega miklu betri til þess að geta samt tekist á við hinn óvænta vanda.
54.000 færri frá landinu í sept. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Var ekki búið að banna pestargemlingum úr borginni að þvælast út á land Ómar? Uss og skamm!
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 10:10
Einn á ferð á hjóli með grímu og lokaðan hlífðarhjálm getur nú varla úðað miklu framan í fólk, sem hann hittir ekki.
Ómar Ragnarsson, 9.10.2020 kl. 18:27
Ómar. Ég ætlaði nú ekki að vera leiðinlegur við þig, en þú ert nú samt að setja slæmt fordæmi. Það er búið að biðja fólk um að vera ekki að flækjast út í sveit og þá er það einmitt það fyrsta sem þú gerir
En það er allavega gott að þú varst með grímu og hjálm.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.