Þegar það getur haft kosti að vera fjögurra stjörnu í stað fimm.

Hótel Rangá skaust að sumu leyti upp á frægðarhimin vorið 2010 þegar það gaus í Eyjafjallajökli. 

Fjöldi þekkts fjölmiðlafólks gisti þar og hreifst af sérstæðu útliti hótelsins jafnt utan dyra sem innan.   

Hótelið var samt ekki fimm stjörnu hótel, þótt mörgum fyndist það líklegt og lýstu jafnvel yfir undrun sinni yfir því hvers vegna það væri ekki prýtt fimm stjörnum. 

Svar Friðriks Pálssonar við spurningum varðandi þetta var skemmtilegt:  "Það eru til mörg fimm stjörnu hótel í heiminum, en að sumu leyti er betra, að gestir á hótel Rangaá segi við viðmælendur sina að þeir undrist það hvernig fjögurrra stjörnu hótel geti verið svona aðlaðandi og eftirminnilegt, heldur en þeir segi ekki neitt eða sé í vafa um fimm stjörnurnar á viðkomandi hóteli.  

Til nánari útskýringar má nefna, að á fjórtán daga ferð um gervallan Noreg sumarið 1998 var gist í mörgum gistihúsum.  

Eftir á mundi maður aðeins eftir tveimur þeirra: Frumstæðu sæluhúsi á Harðangursheiði og afar fornfálegu en óvenjulegu hóteli í Syðri-Kjós, nyrst í Finnmörku, þar sem hótelhaldarinn var enn fornfálegri kona á áttræðisaldri sem lagði sérstaka rækt við að sinna gestum sínum í eigin persónu og var allt í öllu í því efni. 

Eftir ferðina runnu hin 12 hótelin öll inn í minnið líkt og um algerlega eins stöðluð hótel hefði verið að ræða. 

Hér á landi eru mörg góð og minnisverð hótel, en auk Hótels Rangár, þar sem eigandinn, Friðrik Pálsson, er sjálfur einstaklega persónulega áhugasamur um velferð gesta sinna, kemur nafn Ólafs Laufdals, eiganda Grímsborga í hugann.   


mbl.is Hótel Rangá eitt af þeim bestu í Norður-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fjögurra stjörnu hótel finnst mér yfirleitt miklu þægilegri og meira afslöppuð en fimm stjörnu hótel. Og oft eru þriggja stjörnu hótel betri en fimm stjörnu.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2020 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband