Kemur sterkur inn með stórri rafhlöðu, en er ekki jeppi.

Nýi RAV-4 tengiltvinnbíllinn hjá Toyota kemur mjög sterkur inn í flokk bíla, þar sem keppinautarnir hafa fengið nokkur ár til að láta að sér kveða. Toyota RAV4 2020

RAV-4 hefur um langt árabil notið mikilla vinsælda fyrir notagildi og gæði og síðstu ár hefur Toyota tekist að hafa ákveðna forystu varðandi útlitshönnun.  

Þótt tengiltvinnbílar (plug-in-hybrid) hafi þann ákveðna kost fram yfir hreina rafbíla, að hægt er að nýta það eldsneytisölukerfi sem fyrir er í landinu ef raforkuna þrýtur, hefur ókostur þeirra verið sá, að rafhlöðurnar hafa verið svo litlar, að drægið hefur verið allt niður í 20-20 kílómetrar við íslenskar aðstæður, þar sem loftkuldinn dregur drægið niður um 20 prósent við frostmark og 30 prósent í 10 stiga frosti. Toyota RAV4 1992

Rafhlöðurnar hafa hingað til varla verið stærri en 10-13 kílóvattstundir en vegna mikillar þyngdar þessara bíla með svona flókið aflkerfi hefur hingað til ekki verið farið lengra í stærð rafhlaðnanna. 

Toyota stígur myndarlegt skref með því að fara með rafhlöðuna upp í 18 kwst, sem er álíka stór hlaða og er í Smart rafbílnum og næstum því jafn stór rafhlaða og var í upphafi í Volkswagen e-Up!.

En þessir tveir minnstu rafbílarnir á markaðnum eru 40 prósent léttari en RAV-4 tengiltvinnbíllinn.  

 

Og þess má geta, að í fyrstu gerðinni af Nissan Leaf sem kom þeim hreina rafbíl á kortið, var rafhlaðan aðeins 24 kwst. 

Raunar má vel hugsa sér að rafhlaðan á tengiltvinnbíl sé enn stærri, því að margir eigendur tengiltvinnbíla, sem aka mikið úti á þjóðvegunum, kvarta yfir mikilli bensíneyðslu þegar bensínvélin ein er í gangi í bíl, sem er um tvö tonn. 

Það eru ekki tómir kostir við að hafa rafhlóðuna stóra, til dæmis ef menn gera þá kröfu til RAV-4 tengiltvinnbílsins að hann standi undir þeirri lýsingu að vera "jeppi" á þeim forsendum að hann sé fjórhjóladrifinn. 

Til þess að koma rafhlöðunum fyrir í bílnum og halda samt góðu farangursrými hefur þeim verið bætt undir miðju bílsins, þannig að hæð undir hann tóman og nýjan, er aðeins 17 sentimetrar í stað 19,5. 

Sú veghæð minnkar niður í 12-13 sentimetra ef fólk og farangur eru í bílnum. 

 

Þegar þessi nýjasti RAV-4 "sportjeppi" er borinn saman við þann fyrsta fyrir 18 árum, sést mikill munur hvað varðar undirvagninn. 

Forfaðirinn var næstum helmingi léttari, mun hærri undir kviðinn og enn hærri undir hinn stutta framenda, svo að það mátti kannski nota heitið "jepplingur" um hann, þótt hann væri ekki með lágt drif eins og jeppi. 

Bæði Mitsubishi Outlander og RAV-4 voru upprunalega hannaðir sem bensínbílar, og hér á landi hafa orðið óhöpp á jeppaslóðum í akstri þar sem bílarnir hafa rekist niður og rafhlöðurnar stórskemmst.  


mbl.is Toyota stígur stórt en nær ósýnilegt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband