Hvernig komst veiran á ný í sókn?

Eins og áður hefur verið bent á, gerir það mönnum erfitt fyrir að átta sig á raunverulegri stöðu mála í kófinu, að ástandið á hverjum tíma kemur ekki fram í tölum um smit og öðru fyrr en jafnvel tveimur eða fleiri vikum síðar. 

Ýmsar hliðstæður eru um slíkt hjá flugmönnum, til dæmis bein stjórnun flugvélanna sjálfra, en þar er ákveðin "töf" á afleiðingum stjórnunarhreyfinga sem er valda því, að flugkennslan byggist á réttum viðbrögðum flugmanns, sem aðeins er hægt að æfa og það stundum ótal sinnum, til dæmis í sjálfri lendingunni.  

Það er óumdeilt að þegar önnur bylgja COVID-19 hófst, var ein höfuðástæðan sú að örfáir erlendir ferðamenn, í aðaltilfellinu aðeins tveir, komu með nýtt afbrigði af veirunni inn í landið. 

Þetta var ekki hægt að sjá fyrr en talsvert síðar með smitrakningu sem sýndi hvernig veiran hafði þegar búið um sig áður en hægt var að sjá það svart á hvítu. 

Þegar gagnrýndar eru þær sóttvarnaraðgerðir, sem gripið var til, gleymist, að þær voru ekki orsök hópsmitana, sem komu utan frá að stórum hluta, heldur afleiðing. 

Síðan þá hafa fjölmargar þjóðir orðið að grípa til svipaðra aðgerða og hér, og það jafnvel enn harðari. 

Meðal þess er að Ísland hefur verið sett á appelsínugulan lista sem eitt af þeim löndum, sem mest er mælt gegn að útlendingar ferðist til. 

 


mbl.is Segir landamæralokun hafa verið mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Margt fólk með Dr.gráður vil meina að það sé

5G-símturnakefið sem að sé að senda frá sér óæskilega geislavirkni

sem að hefur þau áhrif á fólk að það mælist sem covid-einkenni

en að það sé ekki þannig að það séu allstaðar einhverjar sýklapöddur

svífand inn um öndunarfæri eða óhreinar hendur.

Eru ekki símaKERFI landsins í óðaönn að fjölga 5G-símturnakerfum víða?

Ég skora á alla landsmenn að skoða þessa myndband til  enda: 

https://www.youtube.com/watch?v=yNBYF2ry6lc&feature=emb_logo&fbclid=IwAR273zmx-ypeX5txhEis2Te25r59qXdnLHSzlzzMOmHvslvJNlHz0geP-g0

Jón Þórhallsson, 16.10.2020 kl. 11:51

2 identicon

 Sæll Ómar.

Það er tvennt sem veldur okkur hvað mestum vandræðum um þessar mundir.

Annars vegar að helmingur landsmanna
virðist hafa gefið þetta frá sér, -
gefist upp á þessu.

Hins vegar stjórnlaus hópamyndun t.d. knattspyrnuleikir,
ölkrár og vínveitingastaðir.

Takist ekki að ná tökum á þessu þá munu fleiri en nokkru sinni
fá að komast í sjöunda himin!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 12:56

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Stóra áhyggjuefnið er að smithlutfallið í elsta hópnum hefur ekki lækkað. Það sýnir að það er ekki verið að vernda þann hóp sérstaklega. Það er það sem skiptir öllu þegar kemur að dauðsföllum, að vernda þennan hóp, því hann er þúsund sinnum líklegri til að deyja úr þessu en yngsti hópurinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 15:30

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

En svona fer þegar fólk hefur ekki hugmynd um hvað það er að gera, eða er einfaldlega of skyni skroppið til að skilja samhengi orsaka og afleiðinga?

Spurning hvenær að því kemur að veiruþrenningin sér sóma sinn í að skila fálkaorðunum?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2020 kl. 16:29

5 identicon

Veiran komst í sókn með hálfkáki í sóttvörnum í ágúst og september.

 

El lado positivo (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 20:54

6 identicon

 Sæll Ómar.

Þjóðin stóð sem einn maður að baki stjórnvöldum í fyrstu bylgju faraldursins.

Hún uppskar í lok þess ferlis stjórnlausa hópamyndun
og virtist því ekki sjá neinn tilgang í frekari vörnum.

Kári Stefánsson var í raun lykilmaður að slíkur árangur náðist
gagnvart veirunni og af því sem ég hef heyrt best frá þeim manni
þá varar hann enn strengilega við stjórnlausri hópamyndun.

Ég vildi gjarna sjá hann fremstan í framvarðasveitinni því
þar eygi ég von til að ná þessum samtakamætti enn á ný!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.10.2020 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband