Orðmyndin "eld" er ekki út í loftið. Eldsneytið í brunahólfi sprengihreyfilsins.

Varla er hægt að hugsa sér hversdaglegri og meinleysislegri orð en eldhús, eldavél, eldhúsborð, eldhúskrókur og eldamennska. Þetta er jú miðja heimilishaldsins hjá friðelskandi fólki.  

En samkvæmt orðsins merkingu er það nú samt fyrirbrigðið eldur sem liggur til grundvallar þessum heitum og þar af leiðandi full ástæða til þess að bera virðingu fyrir því sem eldur, af hvaða tagi sem er, getur leitt af sér. 

Og líka að því hver er merking sagnarinnar að slökkva og tækja eins og slökkvari og slökkvitæki, og sagnarinnar að kveikja. 

Menn kveikja eld á eldavél og slökkva líka eldinn á eldavélinni, er það ekki? 

Stundum getur það útskýrt álitamál að nefna þessi orð. 

Þannig blossar af og til upp umræða um mikla eldhættu af rafknúnum bílum, sem sé margfalt meiri en af bensín- og olíuknúnum bílum. 

Þá er ágætt að benda á nöfnin sem eru notuð.

Orkugjafi bensínbílanna og dísilbílanna heitir nefnilega eldsneyti og orkugeymarnir eru eldsneytisgeymar, orkan er leidd þaðan í  eldsneytisleiðslum inn í brunahólf vélanna, öðru nafni sprengihólf, enda er hið alþjóðlega heiti hreyflanna sprengihreyfill, combustion engine. 

Og einn hluti af því sem gert er í upphafi bílferðar er meira að segja fólgið í því að kveikja á miðstöðinni. 

Sem er ekki svo galið, þrátt fyrir allt, því að hitaorkan, sem hitar upp loftið sem kemur út úr miðstöðinni á uppruna sinn í brunahólfi sprengihreyfilsins.


mbl.is Eldamennska talin vera orsökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill um eld og eldsneyti.

Hef einmitt verið að velta fyrir mér hverjir séu

öruggustu og bestu framtíðarkostirnir,

m.a. með tilliti til eldhættu, bensín, dísil-,

rafmagns-, metan eða vetnisbílar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.10.2020 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband