Er líklegt að Kínverjar hafi vísvitandi valdið sjálfum sér mestu tjóni?

Nú bendir flest til þess að heimsfaraldur COVID-19 muni valda Asíuþjóðum og þar með Kínverjum meira tjóni en þjóðum í öðrum heimshlutum. Og til viðbótar séu líkur á því að kreppan standi í minnst tvö ár og jafnvel fleiri.

Sé svo, hefur Kínverjum mistekist hrapallega við að búa þessa veiru til í tilraunastofu ef það var gert í þeim eina tilgangi að spilla fyrir endurkjöri Bandaríkjaforseta. 

En því hefur forsetinn haldið staðfastlega fram frá því í mars og sagst hafa fyrir því traustar heimildir. Enda sé eftir miklu að slægjast fyrir Kínverja ef þeir geti lamað mesta yfirburða forseta Bandaríkjanna í 155 ár. 

Ævinlega hefur hann þó neitað að upplýsa neitt um þessar heimildir en ítrekað, að hann væri sannfærður um gildi þeirra og haldið áfram að neita að segja frá þeim nánar, þótt hann hafi verið margspurður. 

Nýjustu upplýsigar doktors Fauci, sem var fjallað um hér á síðunni í gær, gætu þó kannski útskýrt þessa tregðu forsetans, því að samkvæmt þeim var alþjóðleg samvinna með þáttöku Kínverja í þessu rannsóknar máli þvert á móti ætlað að efla sem best viðbrögð jarðarbúa við líklegum faraldri.  

Fjölmiðlamenn hafa látið forsetann komast upp með svipað í garð þeirra, sem honum er illa við, í ótal fleiri málum allan forsetaferil sinn, eða þar til að Lesley Stohl hjá Sextíu mínútum sagði honum í viðtali við hann, að það væri regla hjá þeim sjónvarpsþætti að fjalla ekki um óstaðfestar fullyrðingar. 

Þetta reitti forsetann til reiði, svo að hann stóð upp og strunsaði út úr viðtalinu. 

Nú má sjá í fréttum að Joe Biden hafi ruglast á nöfnum í viðtölum og þar með staðfest þá fullyrðingu forsetans og fylgjenda hans, að Biden sé orðinn gersamlega elliær og viti hvorki í þennan heim né annan. 

Biden mun þó hafa leiðrétt sig ef rétt er með farið og þessi tvö dæmi eru enn það eina í öllum kosningavaðlinum, sem hefur birst varðandi mismæli hans.   

Mismunurinn á honum og Trump er hins vegar sá, að það er viðburður ef Trump leiðréttir villurnar í sínum stórfenglega sýndarveruleika, sem hefur verið hans ær og kýr allan hans feril með uppruna í svonefndu "raunveruleikasjónvarpi", - hinu mikla Trump-sjói.

Sumir hafa á orði að það sé slæmt hvernig komið sé bandarískum stjórnmálum, ef þessir tveir séu það allra besta, sem bandaríska þjóðin vilji láta bjóða sér að velja um í þessum forsetakosningum. Ef svo er, er það ekki uppörvandi.   

 


mbl.is Ferðaþjónustan muni ekki jafna sig 2021
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað svo sem líður hugmyndum um að Kínverjar hafi búið veiruna til á rannsóknastofu er skrítið að sjá staðhæfingar um að hún hafi valdið þeim meira tjóni en flestum öðrum. Hvaðan þú hefur það veit ég ekki. En staðreyndin er í það minnsta sú að Kína er að fara langtum betur út úr þessu efnahagslega en aðrar þjóðir. Það má til dæmis sjá hér: https://www.cnn.com/2020/10/10/economy/china-global-economy-intl-hnk/index.html

Þorsteinn Siglaugsson, 28.10.2020 kl. 00:16

2 identicon

Alveg stórfurðuleg og algjörlega óstaðfest fullyrðing að veiran hafi valdið Asíuþjóðum meira tjóni en þjóðum annarrs heimshluta.

Hefurðu einhverjar heimildir sem styðja þessa fullyrðingu þína, Ómar?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.10.2020 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband